fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Fréttir

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er hér er á ferðinni einhver mesta hvalaslátrun sem sögur fara af síðustu áratugi,“ segir Ole Anton Bieltvedt, stofnandi og formaður Jarðarvina, í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. Þar vandar hann stjórnvöldum ekki kveðjurnar og beinist gagnrýni hans einkum að Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra.

Ole Anton hefur áður látið sig velferð dýra varða en í dag skrifar hann um heimild íslenskra yfirvalda til hvalveiða. „Slátra á allt að 2.135 dýrum, mörgum með þeim hörmulegu limlestingum og kvalræði, sem þekktar eru, 2019-2023 […] Fullgengnir kálfar sprengdir, tættir eða kæfðir.“

Ole Anton bendir á að engin önnur þjóð langreyðina sem er næststærsta spendýr jarðar.

„Í byrjun síðustu aldar voru um milljón slík dýr í heimshöfunum, nú er búið að slátra um 90% þeirra. Fullyrðingar um át langreyða á nytjafiskum og afrán standast ekki; þetta eru skíðishvalir, sem lifa á svifi og gefa – eins og áratuga vísindarannsóknir sýna og sanna – lífríkinu meira, en þeir taka.“

Engin áhrif?

Ole Anton skrifaði grein á Vísi fyrir skemmstu þar sem hann benti á að það vantaði rannsóknir sem sýndu áhrif veiðanna á þýðingarmestu atvinnugrein okkar Íslendinga; ferðaþjónustu og útflutning á sjávarafurðum.

„Eins og fyrir liggur stendur ferðaþjónusta og sjávarútvegur til samans undir um/yfir 70% af öllum okkar gjaldeyristekjum, meðan hvalveiðar ná ekki einu sinni 0,1%. Ég hef verið að leggja að einkum ferðamálaráðherra, en auðvitað líka að sjávarútvegsráðherra, umhverfisráðherra og utanríkisráðherra og vitaskuld varðar þetta forsætisráðherra Vinstri grænna ríkulega líka, en hún var, eins og kunnugt er, á móti hvalveiðum, þar til hún komst í forsætisráðherrastól, að láta kanna erlendis, hvaða áhrif nýjar, stórfelldar hvalveiðar myndu hafa á ferðaþjónustuna og útflutning sjávarafurða. Líka auðvitað á merkið okkar allra; Ísland.“

Ole segir að allir þessir ráðherrar, að umhverfisráðherra undanskildum, hafi haldið því fram að hvalveiðar hefðu engin sýnileg eða kunn neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og sjávarútveg. Hann segir að þetta sé ekki allskostar rétt.

Stjórnvöld sökuð um alvarlegar blekkingar

„Af tilviljun komst undirritaður að því, að hér hafa ráðherrar og ríkisstjórn beitt landsmenn alvarlegum blekkingum og farið með rangt mál. Þetta er fyrir mér stóralvarlegt mál sem í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum þar sem ég þekki til hefði átt að kosta – alla vega forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra – stólinn, reyndar alla ríkisstjórnin; svo alvarlega hefur hér verið brotið á almennings- og þjóðarhagsmunum.“

Ole Anton segir að í Bandaríkjunum hafi farið fram árleg könnun á vegum Íslandsstofu, eða utanríkisráðuneytisins, á afstöðu Bandaríkjamanna til hvalveiða frá árinu 2004.

„Er þetta verkefni kallað „Iceland Naturally“. Þessi könnun, sem undirrituðum tókst að slíta út úr utanríkisráðuneytinu, eftir eftirgangsmuni (væntanlega á grundvelli upplýsingalaga), sýnir að 63% Bandríkjamanna telja að hvalir séu í útrýmingarhættu og 49%, helmingur þjóðarinnar – og þetta hlutfall hefur farið hækkandi ár frá ári – segist ekki munu kaupa afurðir eða vörur frá þjóð sem leyfir hvalveiðar.“

Ole Anton segir að ljóst megi vera að þessi afstaða muni ekki síður gilda um ferðalög til landa sem leyfa hvalveiðar. Bendir hann á að samskonar könnun hafi verið gerð í Kanada frá árinu 2008, en þar telji 66 prósent landsmanna að hvalir séu í útrýmingarhættu og 45 prósent Kanadamanna segist munu sneiða hjá vörum frá þjóð sem veiðir hvali.

„Komið ykkur á brott“

„Stjórnvöld hafa hins vegar ekki framkvæmt sams konar kannanir í Evrópu svo vitað sé, jafn vítaverð vanræksla og það er, en mat undirritaðs er að þar sé andstaða við hvalveiðar og andúð gegn hvalveiðiþjóð og vöru- og ferðaþjónustutilboði hennar enn meiri. Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu og sjávarafurða nema um eða yfir 700 milljörðum króna á ári. Ef þó ekki nema 15% Bandaríkjamanna og Evrópubúa myndu sniðganga Ísland og Íslendinga vegna hvalveiða, næmi tjónið fyrir landsmenn yfir 100 milljörðum á ári,“ segir Ole Anton sem segir að  útflutningstekjur af hvalveiðum nemi um 1 milljarði á ári.

„Sterk má sú klíka vera og mikil má sú spilling vera, sem leyfir slíkt! Auðvitað höfðu sjávarútvegsráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll fullan aðgang að þessum upplýsingum, en í stað þess að birta þær og hafa þær að leiðarljósi við ákvörðun um hvalveiðar, voru upplýsingarnar ekki birtar – þær í raun faldar fyrir almenningi – og ákvörðun tekin um að heimila stórfelldar nýjar hvalveiðar, til langs tíma, þvert á hagsmuni langstærstu atvinnugreina landins og þar með þvert á hagsmuni allra Íslendinga. Svei þér Kristján Þór, svei þér Katrín; gagnvart ykkur – reyndar gagnvart allri ríkistjórninni – getur ekki nema eitt boð gilt: Takið staf ykkar og hatt og komið ykkur á brott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvari Hafliðasyni og 12 öðrum sagt upp hjá Sýn

Hjörvari Hafliðasyni og 12 öðrum sagt upp hjá Sýn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður handtekinn á hóteli – Reyndi að flýja og veitti mótstpyrnu

Maður handtekinn á hóteli – Reyndi að flýja og veitti mótstpyrnu