fbpx
Mánudagur 27.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 06:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt við að líta eftir að ökumenn færu að lögum. Það voru ekki allir sem sáu sér það fært því fjöldi ökumanna var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Á öðrum tímanum í nótt var ökumaður handtekinn í miðborginni grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann er einnig grunaður um að hafa stolið bílnum sem hann ók en auk þess reyndist hann vera sviptur ökuréttindum og var brot hans gegn þeirri sviptingu í nótt ekki það fyrsta. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fjórir ökumenn, til viðbótar, voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Einn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur.

Brotist var inn í bifreið við Heiðmerkuveg í gærkvöldi og úr henni stolið fartölvum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Svakalegur jarðskjálfti skekur Perú – Ruglaði mæla á Íslandi

Svakalegur jarðskjálfti skekur Perú – Ruglaði mæla á Íslandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Reyndi að bíta lögreglumann í fótinn

Reyndi að bíta lögreglumann í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Ársæll ósáttur við Stöð 2: Þátturinn sem aldrei fór í loftið – „Þeir bara höfðu ekki kjark“

Jón Ársæll ósáttur við Stöð 2: Þátturinn sem aldrei fór í loftið – „Þeir bara höfðu ekki kjark“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár