fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Facebook-hópi Íslendinga í Kaupmannahöfn birtust á dögunum tvær færslur sem röðuðust saman á nokkuð áhugaverðan hátt. Í annarri færslunni varaði kona nokkur fólk við að leigja nafngreindu pari húsnæði sitt, köllum þau Jón og Gunnu til að einfalda málið. „[Íbúðin] fór í rúst, þvílíkur viðbjóður sem fólk er, varið ykkur,“ skrifaði sú kona.

En svo merkilega vildi til að stuttu áður hafði Gunna óskað eftir íbúð innan sama hóps. „Hæ hæ, ég er að leita að íbúð til leigu ca frá 16.-21. maí. Er ekki einhver að fara skella sér í langt helgarfrí og langar að hýsa par sem mun ganga vel um þekkir borgina mjög vel?,“ skrifaði Gunna. Nú er búið að eyða báðum færslum úr hópnum.

Þetta væri einungis skemmtileg tilviljun en ekki voru öll kurl komin til grafar. Segja má að málið hafi reynst vera ormgryfja beint úr sápuóperu því konan sem varaði við Jóni og Gunnu er fyrrverandi kona Jóns. Málið reyndist því deila fyrrverandi og núverandi maka. Gunna útskýrir sína hlið í færslu sem hefur nú verið fjarlægð.

„Mér er að berast símtöl frá mínum elskulegu vinum í Kaupmannahöfn að kona að nafni X sé að segja hér í þessum hóp að ég hafi leigt af henni íbúð og rústað henni. Málið er að ég bjó í Kaupmannahöfn í 10 ár en ég flutti til Íslands síðastliðinn nóvember. Og mun því ávallt hafa þann valmöguleika að fá að gista hjá vinum og vandamönnum sem búa þar enn þar sem við öll vitum að það er lang skemmtilegast að vera saman og taka á móti gestum að heiman,“ skrifar Gunna.

Hún heldur og segir: „Ég setti inn fyrirspurn um að óska eftir að leigja íbúð vegna þess að foreldrar mínir eru að plana að fara þessa daga og elska þau þessa borg ennþá þó að ég sé flutt heim. Ég hef aldrei leigt íbúð í Kaupmannahöfn nema mitt eigið heimili og bjó ég í sömu íbúð síðastliðin sjö ár. Og geta allir þeir fjölmörgu sem ég þekki í Kaupmannahöfn staðfest það,“ segir Gunna.

Að lokum útskýrir hún um hvað málið snýst: „Þessi umrædda kona og ég eigum í deilum þar sem hún er fyrrverandi kona [Jóns] og er sú núverandi og leggið svo saman tvo og tvo. [Konan] hefur aldrei átt íbúð hvorki í Kaupmannahöfn né annars staðar í heiminum þannig að þetta er allt tómt lygi. Biðst innilega afsökunar að þið hafið verið dregin inn í mínar deilur og vona innilega að þið getið séð framhjá þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis