fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Margir minnast Atla Heimis: „Fyrsti besti vinur minn í þessu lífi“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. apríl 2019 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlum minnast margir Atla Heimis Sveinssonar sem lést nýverið. Atli var meðal fremstu tónskálda Íslands en hann var einn af upphafsmönnum nútímatónlistar á Íslandi. Meðal þeirra sem minnast Atla er þjóðþekkt fólk svo sem Guðmundur Andri Thorsson þingmaður, Bryndís Schram og Þorvaldur Gylfason prófessor. Eiginkona Atla Heimis var Sif Sigurðardóttir en hún lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur sem fæddur er árið 1969 og Auðunn, fæddur 1971. Atli Heimir átti sjö barnabörn.

Bryndís segir að Atli hafi verið fyrsti besti vinur hennar. „Atli Heimir, æskuvinur minn, er horfinn af leiksviði lífsins, saddur lífdaga. Þegar ég lít til baka til æskuáranna, þá rifjast það upp fyrir mér, að það var eiginlega Atli Heimir, sem var fyrsti besti vinur minn í þessu lífi. Ég var bara tíu ára, nýflutt í Vesturbæinn og átti að hefja nám í Melaskóla þetta haust. Pabbi fylgdi mér fyrsta daginn – alla leið inn í stofu. Ég man, að kennarinn okkar, hann Axel, lét alla standa upp og leiddi mig síðan til sætis alveg upp við kennaraborðið. Ég þorði auðvitað ekki að líta aftur fyrir mig, en ég hafði tekið eftir þessum strák með eldrautt hár – og gleraugu,“ segir Bryndís.

Hún segir að þau hafi orðið hálfgerðir sálufélagar. „Hann hafði einhvern veginn náð athygli minni, horft beint í augun á mér, brosað varfærnislega – jafnvel glettnislega – eins og við þekktumst nú þegar. Þessi strákur hét Atli Heimir, og frá fyrsta degi urðum við eins konar sálufélagar. Ég bar mikla virðingu fyrir honum, því að hann var snillingur, spilaði bæði á flöskur og píanó. Ég var að læra að dansa og stundum kom fyrir, að við vorum beðin um að skemmta skólafélögum. Atli Heimir var tíu ára orðinn hámenntaður í sögu vestrænnar tónlistar. Hann þekkti öll helstu tónskáldin og opnaði mér nýja sýn á lífið og töfra þess. Tónlist Chopins og Tsjaikovskys átti hug minn allan á þessum árum – tónlist sem ég lærði að dansa eftir. Þökk sé þessum besta vini mínum, Atla Heimi,“ segir Bryndís.

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að hans verði lengi minnst. „Atli Heimir vinur minn var mikið tónskáld. Hans verður lengi minnzt ekki bara fyrir lögin sem sungu sig inn í hjarta þjóðarinnar heldur jafnvel enn frekar fyrir stórvirkin, einkum sinfóníurnar, sem eiga eftir að vekja tilhlýðilega athygli og aðdáun. Atli vissi eins og Jón Leifs vissi á undan honum að framsæknar tónsmíðar eru langhlaup út yfir gröf og dauða,“ segir Þorvaldur.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Atli hafi haft náðargáfu. „Atli Heimir var einn af brautryðjendum 20. aldar tónlistar hér á landi, nýjungamaður, byltingarsinni. Hann hafði líka þessa náðargáfu að geta búið til ósegjanlega fagra músík. En fegurðin í tónlist hans ber þess líka merki að hún er aldrei sjálfgefin, kannski ekki einu sinni fyrstu valkostur heldur óhjákvæmileg niðurstaða leitar. Hann hefur nú kvatt okkur, þessi kraftmikli og krefjandi maður sem sameinaði í einni þversagnarkenndri persónu óþol og friðsæld, íhaldssemi og róttækni, varðstöðu um gildi og myndbrotastarf. Fer vel á því á þessum degi að heyra Maríukvæðið hans við ljóðið sem fannst eftir annan Maríudýrkanda, Halldór Laxness. Kunnugleg andlit þarna að syngja. Takk Atli, fyrir allt,“ segir Guðmundur Andri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvari Hafliðasyni og 12 öðrum sagt upp hjá Sýn

Hjörvari Hafliðasyni og 12 öðrum sagt upp hjá Sýn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður handtekinn á hóteli – Reyndi að flýja og veitti mótstpyrnu

Maður handtekinn á hóteli – Reyndi að flýja og veitti mótstpyrnu