fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Fréttir

Halla Rut fagnar sigri í málinu um „grátandi Rúmenann“- Segir fjölda fólks hafa misst vinnuna vegna málsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. apríl 2019 09:40

Grátandi Rúmeninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Rut Bjarnadóttir hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu hefur birt bréf sem henni barst frá Vinnumálastofnun á föstudag þess efnis að Vinnumálastofnun geri ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gögn í máli leigunnar er varða rúmenska verkamenn og meint brot fyrirtækisins gegn  þeim, t.d. vangoldin laun. Málið hefur verið lengi til skoðunar hjá Vinnumálastofnun og telst enn vera til skoðunar hjá verkalýðsfélaginu Eflingu en þaðan hafa engin svör borist enn af rannsókninni og hefur DV til dæmis þráfaldlega kallað eftir upplýsingum. Í bréfi sínu til Höllu/Menn í vinnu lýsir Vinnumálastofnun því yfir að hún muni ekki aðhafast frekar í málinu.

Málið kom upp í fréttum Stöðvar tvö fyrri hluta febrúarmánaðar en þar voru birt viðtöl við rúmenska verkamenn sem sögðu farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við starfsmannaleiguna. Einn mannanna grét í viðtalinu og hefur viðkvæðið „grátandi Rúmeninn“ orðið eitt af auðkennum málsins. Starfsmannaleigan var harðlega gagnrýnd í fjölmiðlum í kjölfarið og sökuð um þrælahald og umfangsmikla brotastarfsemi af Vinnumálastofnun, Eflingu og ASÍ.  Forsvarsmaður leigunnar sögðu óvægna umræðu vera að keyra fyrirtækið í þrot og vísuðu öllum ásökunum á bug.

DV kafaði töluvert ofan í málið og birti um það nokkrar fréttir og fréttaskýringar. Sjá tengla neðst í þessari frétt.

Halla Rut segir að málið hafi kostað fjölda manns atvinnu sína og viðurværi. Hún skrifar eftirfarandi um málið á Facebook-síðu sína á föstudaginn langa:

Langþráð svar barst okkur frá VMST nú rétt fyrir 2 dögum. Það barst eftir að við höfðum beiðið um svar í 21 emailum og 2,5 mánuðum eftir að að við sendum þeim öll gögn varðandi grátandi Rúmenina á Stöð2 þann 7 febrúar s.l. Svarið er sent hér í mynd. Athugið að Efling hefur ekki gert neinar athugasemdir við neitt heldur enda finna þeir ekki neitt enda höfum við ekki brotið neitt af okkur eins og allar þessar stofnanir vita. 

En nú er það komið á blað. Það er mikill léttir en skaðinn er skelfilegur fyrir fullt af fólki. Fullt af fólki sem missti vinnuna sína og sína framfærslu. Fyrirtækið er algjörlega ónýtt og öll sú tveggja ára vinna sem tók að byggja það upp með þrotlausri vinnu.

Svo var líka fullt af fólki tekið úr fullri vinnu og sett á bætur, algjörlega að tilefnislausu. Á kostnað okkar allra.

Maður hefði haldið að í eðlilegu samfélagi og að eðlilegt fólk sem hefði gert svona mikinn skaða og sært og skaðað svona margt fólk mundi stíga fram og biðjast afsökunar. En nei, því er ekki að skipta. Þau gefa bara í. Þá skal finna eitthvað. Nýjasta er að sekta fyrirtækið bara eitthvað út í bláinn.

Þetta er eiginlega eins og að lifa í endalausri hryllingsmynd, maður veit ekkert hvað hryllingsfólkið tekur uppá næst til að hrella mann en öll leggjast þau á eitt að reyna að gera endanlega út af við okkur sama þótt það kosti þá ennþá fleira fólk störf sín. Samviskuleysið er algjört gagnvart öðru fólki og valdahysterían er algjör. Ég er bara farin að vorkenna þessu fólki hvort sem þau gera þetta af hræðslu við að viðurkenna mistök sín, af mannvonsku eða hreinum valdahroka. En það getur ekki verið gott að vera sá sem knéstetur annað fólk og umturnar lífi tuga fjölskyldna og taka almanna fé og leika með það eins og það sé þeirra eigið. Hvort sem þau gera sér grein fyrir skaðanum sem þau hafa gert eða ekki.

Í tilefni dagsins þá ætla ég að hafa á orði eins og Jesús forðum „„Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“

 

 

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði

Grátandi Rúmeninn stígur fram

Grátandi Rúmenar í nauðungarvinnu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Engin útskriftarferð, engin endurgreiðsla

Engin útskriftarferð, engin endurgreiðsla
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Icelandair: Starfsfólk taki á sig 10% launaskerðingu

Icelandair: Starfsfólk taki á sig 10% launaskerðingu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

ASÍ segir að Icelandair geti ekki gengið framhjá Flugfreyjufélagi Íslands

ASÍ segir að Icelandair geti ekki gengið framhjá Flugfreyjufélagi Íslands