fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Atli Heimir er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. apríl 2019 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt fremsta tónskáld þjóðarinnar, Atli Heimir Sveinsson, er látinn, áttræður að aldri. Frá þessu er greint á vef RÚV en RÚV barst tilkynning um málið frá fjölskyldu tónskáldsins.

Atli Heimir var einn af upphafsmönnum nútímatónlistar á Íslandi og var afar fjölhæft tónskáld. Hann samdi framúrstefnulega og krefjandi tónlist en líka aðgengilegri tónlist. Hann samdi mörg verk fyrir kóra og mikið af leikhústónlist við vinsælar uppfærslur. Í frétt RÚV segir:

„Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi og var var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim og var gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rhode Island. Atli Heimir var staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2004-2007.“

Eiginkona Atla Heimis var Sif Sigurðardóttir en hún lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur sem fæddur er árið 1969 og Auðunn, fæddur 1971. Atli Heimir átti sjö barnabörn.

DV sendir fjölskyldu og vinum Atla Heimis innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili
Fréttir
Í gær

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar
Fréttir
Í gær

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Í gær

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag