fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Simmi Vill um þriðja orkupakkann: „Sumt einfaldlega gerir maður ekki til að græða pening“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. apríl 2019 19:00

Sigmar Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er þjóðin óánægð með að búa við eitt lægsta orkuverð í heimi og að orkufyrirtækin sem við eigum saman eru að skila hagnaði til þjóðarbúsins? Hver er þörfin á breytingu?,“ spyr Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og fjölmiðlamaður og blandar sér þar með inn í umræðuna um þriðja orkupakkann. Sigmar hefur farið mikinn undanfarið á samfélagsmiðlum og á sér þar talsvert stóran stuðningsmanna.

Sigmar, betur þekktur sem Simmi Vill, tekur fram að hann hafi engar hvatir í þessu máli, hvorki pólitískar né fjárhagslegar, enda „bara Íslendingur sem kynnti mér málið og sýnist við vera að fara óhagstæðar leiðir fyrir land og þjóð.“

„Ég hef ekki fengið rök með þessum pökkum sem sýna fram á hagsmuni Íslands í þessu. Enda eru þau fá. Neytendavernd, gagnsæi og samkeppni er það helsta sem kemur upp,“ segir Simmi. Hann gerir lítið úr þeim rökum að Íslandi verði úthýst úr EES ef að innleiðingin verði ekki samþykkt.

„Er það? Orkumálastjóri ESB hefur sagt það nýlega að þetta skipti okkur engu máli. Það þýðir á mannamáli að þetta skiptir þá ekki máli heldur.“

Hann kveðst óttast að „hér verði orkufyrirtæki okkar landsmanna einkavædd.“

„Það er eitthvað sem ég get ekki hugsað mér. Sumt einfaldlega gerir maður ekki til að græða pening og þetta er efst á blaði þar.“

Simmi bendir jafnframt á að staða Íslands er mjög sérstök innan EES og felist í því að Íslendingar búa við einn orkugjafa auk þess sem Ísland er eyja og ekki tengd Evrópu.

„Mistökin okkar voru að skrifa undir Orkupakka 1 og 2. Þessi málaflokkur þarf grundvallar endurskoðun okkar sem þjóðar, enda er þetta undirstaða búsetu okkar hér á landi,“

ritar Simmi jafnframt um leið og hann kveðst óska þess að einhver  „gæti stigið fram og sýnt mér með óyggjandi hætti að heimilin og fyrirtækin í landinu þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að hér verði fákeppnismarkaður einkaaðila sem munu fara með Orkumál þjóðarinnar í framtíðinni.“

Fyrirvarar eru veikir, samkeppnislög eru skýr. Ríkið mun aldrei geta staðið á því að vera í samkeppni við einkaaðila í markaðsvæddu orkuumhverfi. Slíkt mun ekki endast. Gerist það á 5 árum, 10 árum eða 40 árum. Skiptir ekki máli, þessi glufa er stór hættuleg fyrir þjóðina og þá sem hér búa. 

Ef það er eitthvað mál sem við höfum staðið frammi fyrir sem ætti að fá okkur til að setjast niður og velta alvarlega vöngum yfir samstarfi okkar við EES, þá eru það þessi mál. Orkumál þjóðarinnar. Ég trúi því samt að það sé hægt að fara í endurskoðun á þessum mistökum okkar og landa betri og tryggari niðurstöðu fyrir Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Laus úr fangelsi eftir að hafa bitið tunguna úr eiginmanni sínum í Reykjavík

Laus úr fangelsi eftir að hafa bitið tunguna úr eiginmanni sínum í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur