fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2019 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Framlag Íslands til mannúðarmála í Kóreustríðinu 1951 var matarolía að verðmæti $45400 USD.“ Þetta segir ‎Smári McCarthy‎, þingmaður Pírata, innan Facebook-hópsins Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar. Hópurinn er nokkuð vinsæll meðal íslenskra stjórnmálamanna og hafa nokkrar umræður sprottið úr þessu innleggi Smára.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, bendir á að þetta hafi verið lýsi en ekki matarolía og vísar í frétt frá þessum tíma. „Í byrjun þessa mánaðar var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar að leggja fram 125 tonn af þorskalýsi til nauðstaddra barna í Kóreu og skoðast lýsið sem beint framlag til Sameinuðu þjóðanna frá Ríkisstjórn Íslands,“ segir í þeirri frétt.

Smári svarar þessu og veltir fyrir sér hvort Kóreumenn hafi í raun eldað upp úr lýsinu. „Sumsé, einhver hélt að það væri góð hugmynd að steikja upp úr lýsi? Eða hefur 식용유 breiðari merkingu? Úff. Þetta jaðrar við að vera áhugavert,“ spyr Smári.

Andrés svarar til baka: „Eins og fólk hafi ekki þurft að þola nóg, þá hafi það fengið stirfry með lýsisbragði?“ Alexandra Bríem, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, bætir við þetta: „Það gæti nú allt eins talist stríðsglæpur ef við gerðum þeim það.“ Unnar Þór Sæmundsson, gjaldkeri Pírata, segir engan vafa á því: „Alexandra ég er nokkuð viss um að senda 125 tonn af lýsi sem „gjöf“ er stríðsglæpur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili
Fréttir
Í gær

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar
Fréttir
Í gær

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Í gær

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“
Fréttir
Í gær

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag