fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Lögregla aðstoðaði átta einstaklinga sem voru í andlegu ójafnvægi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2019 08:10

Ljósmynd: DV/Bjartmar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti alls átta útköllum, frá klukkan sjö í gærkvöldi til fimm í morgun, vegna fólks í andlegu ójafnvægi víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þetta kemur fram í skeyti sem lögregla sendi frá sér um verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

„Lögregla fór í öllum tilfellum að vettvangi og reyndi eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Bæði með því að stilla til friðar og aðstoða einstaklinganna við að leita sér viðeigandi aðstoðar innan geðheilbrigðiskerfisins,“ segir lögregla.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur einstaklingum í Breiðholti laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Þeim var gefið að sök að hafa tekið vörur ófrjálsri hendi úr verslun. Lögregla tók niður framburð þeirra á vettvangi og var þeim gefið leyfi til að fara að svo búnu.

Um hálf tíu í gærkvöldi var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi og mætti lögregla á vettvang til að stilla til friðar. Upp úr miðnætti var par handtekið í hótelherbergi í austurborginni, en greitt hafði verið fyrir gistinguna með stolnu greiðslukorti. Parið var vistað í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Þá stöðvaði lögregla akstur fjögurra ökumanna í nótt en þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Matvælastofnun hvetur fólk til að gæta að þessu þegar hamborgarar eru bornir fram

Matvælastofnun hvetur fólk til að gæta að þessu þegar hamborgarar eru bornir fram
Fréttir
Í gær

Ellert segir Félag eldri borgara miður sín og ekki sé um svikamyllu eða misnotkun að ræða

Ellert segir Félag eldri borgara miður sín og ekki sé um svikamyllu eða misnotkun að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldsvoði í Kópavogi

Eldsvoði í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýning Gagarín á Þingvöllum með tvenn alþjóðleg verðlaun

Sýning Gagarín á Þingvöllum með tvenn alþjóðleg verðlaun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Til mannsins sem bjargaði dóttur minni á Olís Norðlingaholti“

„Til mannsins sem bjargaði dóttur minni á Olís Norðlingaholti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar eiganda umslags sem hafði að geyma mikið reiðufé

Lögreglan leitar eiganda umslags sem hafði að geyma mikið reiðufé