fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Leoncie segir ritstjóra Hringbrautar djöfladýrkanda: „Má guð almáttugur troða ykkur langt niðri í jörðina“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leoncie, sem stundum er kölluð Indverska prinsessan eða Ískryddið, vandar ekki Kristjóni Kormáki Guðjónssyni, ritstjóra Hringbrautar.is og fyrrverandi ritstjóra DV, kveðjurnar á Facebook. Hún segir hann, og aðra blaðamenn, djöfladýrkendur og vonar hún að guð almáttugur troði honum í jörðina. Í samtali við DV tekur Kristjón þessu af stóískri ró og segir það raunar hrós þegar Leoncie lætur mann heyra það.

„Kallar þú Alls konar Viðbjóður, Uppspuna og Neikvæðan lýgasögur sem blaðamenn og tónlistarfuskara sem stilla sig upp í Dv og pressunni sem skálda um mig stanslaust í yfir 37 ár Blaðamennska?. DV ritstjórar og svokallaðablaðamennaracistar hafa gert stanslausa árásir á Útlit mitt,Tónlistina mina ár eftir ár og má Gúð álmáttugur troða ykkur langt niðri í jörðina, djöfladyrkjendur,“ skrifar Leoncie við færslu Kristjóns frá 1. apríl um hann væri að færa sig af DV yfir á Hringbraut.

Leoncie er þó hvergi nærri hætt. „Ég bið á hverjum degi að þið hverfið og farið til helvitis. Það tekur svo marga tittlinga og druslur,að ráðast á eina manneskju. Ég er FAGLÆRÐ TÓNLISTARKONA en ykkar sorp blaðamennsku þekkja allir landsmenn, svo hættu að hæla ykkur loddurum. Án þess að tala við mig andliti til andlitis, þið skáldið um mig með ykkar Ofskynjunum,Hatri og Öfundsýki, en Þú er ekkert skárri,“ skrifar Leoncie og bætir við að allir menn verði að deyja.

Ekki hægt að vera fúll

Í samtali við DV býður Kristjón fram hina kinnina. „Leoncie hefur glatt okkur með einum eða öðrum hætti í næstum fjörutíu ár með tónlist. Þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið líkaði henni ágætlega við landið sjálft og þá sem hér búa. Síðan hefur talsvert mikið vatn runnið til sjávar og nú kvartar hún ítrekað undan kynþáttahatri og öfund sem stafar af hennar mati út af mögnuðum hæfileikum hennar. Síðan skulum við ekki gleyma því að Leoncie hefur náð lengra á erlendri grundu en fjölmargir íslenskir tónlistarmenn. Eitt myndskeið á Facebook er með áhorf uppá nokkrar milljónir. Síðast kom hún fyrir í þætti Jimmy Fallon. Geri aðrir betur,“ segir Kristjón.

Hann segir einfaldlega ekki hægt að vera ósáttur við Leoncie. „En stundum velti ég fyrir mér hvort Leoncie sé einfaldlega gjörningur og hún eigi eftir einn daginn að opinbera allt saman, birtist kannski í sófanum hjá Gísla Martein og útskýrir þennan 40 ára brandara. Auðvitað er ekki hægt að vera ósáttur við þessa mögnuðu listakonu. Þú fagnar því þegar Leoncie hraunar yfir þig, enda er hún Íslandsmeistari þegar kemur að því að láta fólk heyra það, og hún gerir það á einstakan hátt, svipað eins og hún syngur, einstakur tónn og þegar hann beinist að þér er ekki annað hægt að vera þakklátur og svo les maður upphátt fyrir sjálfan sig,“ segir Kristjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili
Fréttir
Í gær

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar
Fréttir
Í gær

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Í gær

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“
Fréttir
Í gær

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag