fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sjö mánaða stúlka kemst ekki í aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna plássleysis á gjörgæsludeild Landspítalans þarf sjö mánaða stúlka, Sóllilja Ásgeirsdóttir, að bíða eftir að komast í nauðsynlega aðgerð þar í lok apríl. Hún átti að fara í aðgerð síðasta mánudag en þegar foreldrar hennar komu með hana á sjúkrahúsið var þeim vísað frá vegna plássleysis á gjörgæsludeildinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Sóllilja hafi fæðst með þrengingu í þvagleiðara við annað nýrað. Það veldur því að nýrað nær ekki að starfa eðlilega og hætta sé á að það skemmist fljótlega ef þrengingin er ekki skorin í burtu.

Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að hægt væri að gera aðgerðina strax og því var aðgerð bókuð í mars. Hún veiktist nóttina fyrir aðgerðina og því varð að fresta henni. Aðgerðin var síðan sett á dagskrá á mánudaginn en eins og fyrr segir var henni frestað vegna plássleysis.

Haft er eftir Ásgeiri Ynga Ásgeirssyni, föður Sóllilju, að hún þurfi að vera alveg frísk þegar hún fer í svona aðgerð. Hún þarf að mæta í blóðprufu nokkrum dögum áður og hún þarf að fasta nóttina fyrir aðgerðina. Eftir aðgerðina þarf hún síðan að liggja á gjörgæslu.

„Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.”

Er haft eftir Ásgeiri sem sagði að foreldrarnir hyggist skrifa Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, bréf vegna málsins.

„Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.”

Sagði hann og bætti við að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast.

Þegar farið verður með Sóllilju í aðgerðina verður það sjötta ferð fjölskyldunnar til Reykjavíkur til að fara í hana en fjölskyldan býr í Borgarnesi.

„Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykjavíkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bíður eftir að bankarnir lækki vexti: „Það verður alls ekki látið átölulaust“

Vilhjálmur bíður eftir að bankarnir lækki vexti: „Það verður alls ekki látið átölulaust“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir án útboðs – „Ólíðandi framkoma gagnvart skattgreiðendum í Reykjavík“

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir án útboðs – „Ólíðandi framkoma gagnvart skattgreiðendum í Reykjavík“