fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Mikil fita gerir Skagamönnum erfitt fyrir – Ekkert leyndarmál hvað veldur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 07:59

Akranesbær.Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mikil fita valdi Skagamönnum töluverðum vandræðum þessa dagana. Svo mikil fita berst frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg út í fráveitukerfi bæjarins að hún hefur ítrekað stíflað hreinsibúnað nýrrar skólphreinsistöðvar í bænum. Nú er unnið að endurbótum í verksmiðjunni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Helga Helgasyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, að það sé ekkert leyndarmál að fitan komi frá niðursuðuverksmiðjunni sem vinnur mikið með feita vöru.

„Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.”

Sagði Helgi um Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum.

Haft er eftir Helga að fitugildra hafi verið til staðar en galli í fráveitunni hafi valdið því að úrgangur fór framhjá gildrunni. Hreinsibúnaður hafi verið settur upp hjá Akraborg í fyrra en samt fari of mikið magn út í fráveitukerfið. Unnið sé að úrbótum.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þvottavélar, sem þvo úrganginn áður enn hann er urðaður, stíflist ítrekað af völdum fitu.

„Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili
Fréttir
Í gær

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar
Fréttir
Í gær

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Í gær

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“
Fréttir
Í gær

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag