fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Mikil fita gerir Skagamönnum erfitt fyrir – Ekkert leyndarmál hvað veldur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 07:59

Akranesbær.Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mikil fita valdi Skagamönnum töluverðum vandræðum þessa dagana. Svo mikil fita berst frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg út í fráveitukerfi bæjarins að hún hefur ítrekað stíflað hreinsibúnað nýrrar skólphreinsistöðvar í bænum. Nú er unnið að endurbótum í verksmiðjunni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Helga Helgasyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, að það sé ekkert leyndarmál að fitan komi frá niðursuðuverksmiðjunni sem vinnur mikið með feita vöru.

„Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.”

Sagði Helgi um Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum.

Haft er eftir Helga að fitugildra hafi verið til staðar en galli í fráveitunni hafi valdið því að úrgangur fór framhjá gildrunni. Hreinsibúnaður hafi verið settur upp hjá Akraborg í fyrra en samt fari of mikið magn út í fráveitukerfið. Unnið sé að úrbótum.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þvottavélar, sem þvo úrganginn áður enn hann er urðaður, stíflist ítrekað af völdum fitu.

„Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fatlaðir upp á punt
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dularfulli pistillinn sem hvarf

Dularfulli pistillinn sem hvarf
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok
Fréttir
Í gær

Innbrotum á heimili fjölgar í höfuðborginni

Innbrotum á heimili fjölgar í höfuðborginni
Fréttir
Í gær

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar
Fréttir
Í gær

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar