fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ísólfur bendir á gallað heilbrigðiskerfi: „Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 12:00

Ísólfur Gylfi Pálmason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi þingmaðurinn Ísólfur Gylfi Pálmason skrifaði pistil í Morgunblaðið í morgun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum á heilbrigðiskerfinu og segir frá eigin reynslu þegar kemur að mjaðmaaðgerðum. Ísólfur segir meðal annars að mikilvægt sé að fresta þriðja orkupakkanum, til fá aukinn starfskraft í þjóðfélagið.

Ísólfur nýtti sér þann kost að fara til Svíþjóðar í mjaðmaaðgerð síðastliðinn ágúst. Aðgerðin fór fram á einkavædda sjúkrahúsinu Capio Moment. Kostnaðurinn við aðgerðina var niðurgreiddur af sjúkrasjóði Íslands.

25 Íslendingar fóru sömu leið og Ísólfur, en hún er greið þökk sé EES-samningnum. Ísólfur bendir á að þessar aðgerðir hafi kostað sjúkrasjóðinn 45 milljónir króna en fyrir sama pening hefði verið hægt að veita 38 sjúklingum aðgerð á Íslandi, segir Ísólfur.

Ísólfur bendir á klíníkina í Ármúla sem hefur boðist til að stytta biðlistana, en þar hafa margir farið og borgað sjálfir fyrir aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands hafa þó ekki sýnt áhuga á að gera samning við fyrirtækið. Ísólfur segir það brjóta gegn jafnréttislögum og segir afsökun heilbrigðisráðherra, „fyrst og fremst vegna þess að þetta eru tvö aðskilin kerfi“, ekki nægilega góða þar sem hún ætti líka að eiga við um einkasjúkrahúsið sem hann fór á í Svíþjóð.

Að lokum segir Ísólfur að mikilvægt sé að virkja þá þjóðfélagsþegna sem liggja úti því þeir fái ekki „viðgerð“. Hann segist treysta heilbrigðisráðherra fyrir verkinu en vill fresta þriðja orkupakkanum til að koma þessu fólki af stað.

„Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“ segir Ísólfur sem finnst greinilega mikilvægara að koma þeim þúsundum Íslendinga sem bíða á hliðarlínunni aftur inn á vinnumarkað, í stað þess að hugsa um orkapakkann að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Laus úr fangelsi eftir að hafa bitið tunguna úr eiginmanni sínum í Reykjavík

Laus úr fangelsi eftir að hafa bitið tunguna úr eiginmanni sínum í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur