fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Ísak líkir andstæðingum orkupakkans við þá sem telja að jörðin sé flöt – „Hliðstæðurnar eru grátbroslegar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður prísar sig sælan yfir því að flatjarðarkenningin hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Umræðan um þriðja orkupakkann býður hins vegar upp á hliðstæður,“ segir Ísak Einar Rúnarsson, sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands.

Ísak skrifar grein um orkupakkamálið svokallaða í Morgunblaðið í dag. Aukin harka hefur færst í umræðuna að undanförnu og virðast landsmenn skiptast í tvær fylkingar í þessu umdeilda máli; þá sem telja að engin hætta stafi af innleiðingu þriðju orkutilskipunarinnar og þá sem telja að við innleiðinguna séum við að einhverju leyti af afsala okkar eignaryfirráðum og nýtingaryfirráðum yfir orkuauðlindum okkar.

Allt annað er samsæri og blekkingar

Sjálfur telur Ísak að engin hætta stafi af innleiðingunni. Ísak vakti athygli í gær þegar hann svaraði ummælum Sigmars Vilhjálmssonar í útvarpsþættinum Harmageddon.

Í grein sinni í dag líkir Ísak andstæðingum orkupakkans við þá sem telja að jörðin sé flöt. Hann skrifar um fjölmennan félagsskap þessa hóps, Flatjarðarfélagið, eða The Flat Earth Society. Meðlimir í hópnum á Facebook eru á annað hundrað þúsund.

„Það skiptir þetta fólk engu máli að sjá mynd af hnettinum, því jörðin er flöt, allt annað er samsæri og blekkingar. Það skiptir engu máli að heyra færustu sérfræðinga lýsa því yfir að jörðin sé vissulega hnöttur, því það eru lygar. Sjálf geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, er erkióvinurinn.“

Fullyrðingar fræðimanna skipta engu

Ísak segist prísa sig sælan yfir því að flatjarðarkenningin hafi ekki náð fótfestu hér á landi þó umræðan um þriðja orkupakkann bjóði upp á hliðstæður. „Þó segja verði að flatjarðarfólkið sé töluvert lengra komið í samsæriskenningasmíð. Andstæðingar pakkans mála upp hamfaramynd af Íslandi, frelsissnauðu undir oki Evrópusambandsins, verði pakkinn tekinn upp í íslenska löggjöf. Orkuverð mun hækka, sæstrengur verður lagður að okkur forspurðum og erlendar stofnanir verða einráðar um tilhögun orkumála á Íslandi. Hatrið mun sigra. Sama heillandi viðhorfið einkennir andstæðinga pakkans og hina flatneskjuþenkjandi bræður þeirra og systur víðsvegar um hnöttinn.“

Ísak segir að í hópi andstæðinga þriðja orkupakkans séu fimm þúsund manns, þar á meðal „sjónvarpsstjörnur“ sem hafa lýst yfir stuðningi við málstaðinn.

„Andstæðingar pakkans benda jú á það sem allir hljóta að sjá, að hér sé verið að framselja fullveldi og brjóta gegn stjórnarskrá. Þar skiptir engu þó fræðimenn komist að gagnstæðri niðurstöðu, orð þeirra eru einfaldlega skrumskæld til að þjóna málstaðnum. Þannig þurfa hinir sömu fræðimenn sífellt að koma fram að nýju og taka aftur af öll tvímæli um niðurstöður sínar. Fyrir vikið verða andstæðingar pakkans heitari í sinni trú og umfram allt verður umræðan sífellt ruglingslegri. Ráðamenn eru sagðir spilltir, blekktir eða latir við að kynna sér málið ef þeir vilja samþykkja pakkann. Fyrirvarar eru sagðir marklausir og allt tal um að erlendar stofnanir muni ekki hafa tögl og hagldir í orkumálum hér á landi er sagt lygar.“

Orkupakkinn er flatur

Þá segir Ísak að ekki ekki sé heldur mark takandi á lagafrumvarpi um að ekki verði ráðist í lagningu sæstrengs án samþykkis Alþingis. Það sé hluti af stærra plotti með Evrópusambandinu. „Látum vera að hann kosti mörg hundruð milljarða króna og muni því krefjast raforkuverðs sem er miklu hærra en markaðsverð í ESB-löndum,“ segir Ísak og bætir við að í huga andstæðinganna sé þetta allt eitt stórt samsæri um fullveldisframsal.

Ísak segir einnig að engu skipti að EES-samningurinn hafi lagt grundvöllinn að lífsgæðum Íslendinga síðustu áratugi og tryggt frjáls viðskipti við 500 milljóna markað.

„Honum skal sagt stríð á hendur því orkupakkinn er flatur. Hliðstæðurnar eru grátbroslegar. Djúpríkið er greinilega víða og verkefni þess fjölbreytt. Allt frá blekkingum um lögun jarðar til skipulagningar á samsæri gegn fullveldi Íslands. Til varnar Djúpríkinu hafa forlögin þó sem betur fer sent okkur Flatjarðarfélagið en líka Flatpakkafélagið – félag fólks sem lætur ekki staðreyndir sérfræðinganna um orkupakkann flækjast fyrir „hinum raunverulega sannleika“. Staðreyndir á borð við þær, að Ísland mun eftir innleiðingu þriðja orkupakkans áfram hafa fullt forræði yfir orkuauðlindum sínum, að enginn sæstrengur verður lagður án samþykkis okkar og að Landsvirkjun mun áfram geta starfað undir sama eignarhaldi, nema Íslendingar sjálfir ákveði annað. En þannig staðreyndir skipta Flatpakkafélagið engu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fatlaðir upp á punt
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bíræfinn bringuþjófur hnuplaði 51 pakka af kjúklingabringum í Bónus og Krónunni

Bíræfinn bringuþjófur hnuplaði 51 pakka af kjúklingabringum í Bónus og Krónunni
Fréttir
Í gær

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi
Fréttir
Í gær

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björk undir meðallaunum: „Ég hef sennilega ekki þénað krónu“

Björk undir meðallaunum: „Ég hef sennilega ekki þénað krónu“