fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Gúrkutíð hjá innlendum kartöfluframleiðendum – Ríkið neitar að bregðast við

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á kartöfluskorti í verslunum upp á síðkastið, segir í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Þar segir að lítið sem ekkert framboð sé af innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Atvinnuvegaráðuneytið hefur hafnað því að afnema tolla til að auka framboð.

„Sú neitun kemur niður á hagsmunum neytenda, enda verða innfluttar kartöflur þá mun dýrari en þær ættu með réttu vera.“

Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda segir að samkvæmt þeirra upplýsingum sé nánast ekkert til af innlendum kartöflum á Íslandi sem telja má í söluhæfum gæðum.  Innflutningsfyrirtæki hafi frá því í byrjun síðustu viku þrýst á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að bregðast við ástandinu. Jafnvel stærsti birgi innlendra kartaflna, Sölufélag garðyrkjumanna, hvetur ráðuneytið til að afnema tollana svo hægt verði að flytja inn kartöflur á hagstæðu verði til neytenda.

Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafnar því að um skort sé að ræða.

„Miðað við fyrirliggjandi gögn telur nefndin að það skilyrði laganna um að minnsta kosti tveir dreifingaraðilar hafi gert líklegt að vara væri eða yrði ekki til stöðugrar dreifingar sé uppfyllt. Hins vegar hefur rannsókn nefndarinnar ekki leitt í ljós að varan sé ekki eða verði ekki fáanleg hjá að minnsta kosti tveimur framleiðendum þar sem að tveir framleiðendur segja talsvert til af kartöflum og því ekki um skort að ræða.“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þó eitthvað sé til af innlendum kartöflum þá sé „nánast ekkert af innlendu framleiðslunni af þeim gæðum sem neytendur sætta sig við“. Jafnframt segir hann: „Það er algerlega óboðlegt að einstaka framleiðendur geti með órökstuddum yfirlýsingum um birgðir sínar ráðið skattheimtu ríkissjóðs.“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Matvælastofnun hvetur fólk til að gæta að þessu þegar hamborgarar eru bornir fram

Matvælastofnun hvetur fólk til að gæta að þessu þegar hamborgarar eru bornir fram
Fréttir
Í gær

Ellert segir Félag eldri borgara miður sín og ekki sé um svikamyllu eða misnotkun að ræða

Ellert segir Félag eldri borgara miður sín og ekki sé um svikamyllu eða misnotkun að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldsvoði í Kópavogi

Eldsvoði í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýning Gagarín á Þingvöllum með tvenn alþjóðleg verðlaun

Sýning Gagarín á Þingvöllum með tvenn alþjóðleg verðlaun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Til mannsins sem bjargaði dóttur minni á Olís Norðlingaholti“

„Til mannsins sem bjargaði dóttur minni á Olís Norðlingaholti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar eiganda umslags sem hafði að geyma mikið reiðufé

Lögreglan leitar eiganda umslags sem hafði að geyma mikið reiðufé