fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

RÚV ákvað að hætta með árlega páskahefð: „Það var ákaflega meðvituð ákvörðun“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 13:08

Ríkisútvarpið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem á annað borð horfa á sjónvarpsfréttir um páskana ættu að kannast við erlenda frétt sem lengi vel var ávallt sýnd á föstudaginn langa, krossfestingar á Filippseyjum.

Svo vitnað sé í eina slíka frá árinu 2011: „Á þriðja tug manna lét krossfesta sig í borginni San Fernando á Filippseyjum í morgun. Þúsundir manna koma til borgarinnar á þessum degi á hverju ári til að fylgjast með þegar heittrúaðir kaþólikkar berja sig með svipum og láta svo síðan negla sig á kross.“

Stefán Pálsson sagnfræðingur vekur athygli á því að nú sé stutt í árlegu fréttina. „Þrír dagar í að við fáum fréttamyndirnar af óðu Filippseyingunum sem láta krossfesta sig. Spurning um að vinna aðeins meira með þetta í ár? Kynnast þátttakendum fyrirfram – jafnvel búa til úr þessu skemmtilega keppni?,“ skrifar Stefán á Facebook.

Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður á RÚV, segir í athugasemd að RÚV hafi ákveðið að hætta að fjalla um þetta. „Vek athygli þína á því að það eru þó nokkur ár síðan RÚV gerði síðast frétt um þetta. Það var ákaflega meðvituð ákvörðun,“ skrifar Jóhann Hlíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bíður eftir að bankarnir lækki vexti: „Það verður alls ekki látið átölulaust“

Vilhjálmur bíður eftir að bankarnir lækki vexti: „Það verður alls ekki látið átölulaust“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir án útboðs – „Ólíðandi framkoma gagnvart skattgreiðendum í Reykjavík“

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir án útboðs – „Ólíðandi framkoma gagnvart skattgreiðendum í Reykjavík“