fbpx
Laugardagur 24.október 2020
Fréttir

Nýtt athvarf fyrir sprautufíkla verður opnað í vor – Heiða og Baldur bæði ósátt við að vera vænd um ósannsögli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mjög viðkvæm fyrir því að sagt sé að ég sé að ljúga því ég kann ekki að ljúga. Ég hef hins vegar aldrei sagt að Baldur ljúgi. Við lítum þetta mál einfaldlega ólíkum augum,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs. Eins og lesendur DV kannast við hefur mikill styrr staðið um Gistiskýlið við Lindargötu. Starfsmenn skýlisins og Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins telja að þar séu rekin neyslurými fyrir sprautufíkla sem sé kolólöglegt auk þess sem fyrirferðin á neyslunni og yfirgangur sumra sprautufíklanna geri ástandið oft og tíðum óbærilegt fyrir starfsmenn og þá notendur gistiskýlisins sem ekki eru sprautufíklar.

Borgin hefur afneitað því og – gerir enn – að þarna séu rekin neyslurými heldur skilgreinir þetta sem skaðaminnkandi nálgun. Í gær steig Heiða Björg fram í viðtali við RÚV og sagði:

„Það er rangt. Ég fullyrði það. Það eru engin neyslurými þarna og það er ekki leyfilegt að neyta vímuefna þarna. Við sýnum fólki virðingu og viljum tryggja þeirra heilbrigði og heilsu en við erum á engan hátt að hjálpa þeim að neyta.“

Baldri misbauð þessi ummæli Heiðu sem hann taldi fela í sér þá ályktun að hann væri ósannindamaður. Hann lét því DV í té gögn í gær sem sýna að á vegg inni í anddyri gistiskýlisins er að finna nákvæmar leiðbeiningar um neyslu fíkniefna á salernum í skýlinu.

Nýtt athvarf fyrir sprautufíkla verður opnað í vor

„Ég get skilið að þetta sé flókið fyrir fólk sem er ekki inni í velferðarmálum og Baldur er hvorki í velferðarráði né borgarráði. En þessar ítarlegu leiðbeiningar sem hann greindi frá, þær eru komnar frá starfsfólkinu. Ég skil þær en ég hefði aldrei skrifað þær sjálf,“ segir Heiða. Hún skýrir jafnframt frá því að nýtt athvarf fyrir sprautufíkla verði opnað í húsnæði við Granda með vorinu en undirbúningur þess hefur staðið lengi yfir. Við það munu allir sprautufíklar sem sótt hafa gistiskýlið við Lindargötu hverfa þaðan.

DV spyr: Getur verið að þetta vandamál og deilumál sem hér er í gangi muni þá leysast af sjálfu sér?

„Það er nákvæmlega það sem við erum að gera og það er ekki auðvelt að finna hús undir svona starfsemi. En þarna verða rekin neyslurými í samræmi við nýtt lagafrumvarp frá heilbrigðisráðherra þar sem kveðið er á um rekstur neyslurýma við aðstæður þar sem tiltekin skilyrði eru uppfyllt,“ segir Heiða.

Hún bendir á að til að um neyslurými geti verið að ræða þurfi að vera til staðar heilbrigðisstarfsfólk, þekking og stuðningur sem ekki sé til að dreifa í Gistiskýlinu við Lindargötu. Það sem þar fari í fram sé hins vegar í samræmi við skaðaminnkandi nálgun, að líta í hina áttina. „Þú kannast kannski við bláu ljósin sem voru á salernunum í Ráðhúsinu og víðar – þetta höfum við tekið niður, vegna þess að við álítum það ekki vera í okkar verkahring að koma í veg fyrir neyslu. Það er þessi skaðaminnkandi nálgun,“ segir Heiða og telur að hið sama gildi um það sem fer fram í gistiskýlinu við Lindargötu.

Heiða: Þetta eru ekki neyslurými vegna þess að það er ólöglegt – Baldur: Þetta eru neyslurými og það er ólöglegt

Erfitt er að verjast þeirri hugsun að ágreiningur Baldurs og Heiðu kristallist í ofangreindri fyrirsögn. Baldur hefur kallað þessa afstöðu „súrrealíska“ en Heiða telur það viðhorf byggjast á þekkingarleysi. Þessi ágreiningur er líklega ekki frjótt umræðuefni úr þessu.

„Ég fagna því að það eigi að fara að geta þetta með sómasamlegum hætti,“ segir Baldur um þau tíðindi að nýtt athvarf fyrir sprautufíkla verði opnað á næstunni.

„Tilgangurinn með þessum afskiptum af minni hálfu var að stuðla að því að það yrði staðið sómasamlega að þessum málum. Þetta er sannarlega alveg skelfilegt hvernig staðið er að þessu í dag. Eftir situr að það verður að teljast óviðunandi að starfsfólk skýlisins verði áfram í þessari réttaróvissu þar sem sannarlega er verið að fremja lögbrot. Það er ekki heimild í lögum fyrir þessum gjörningum. Að þetta sé rými til að neyta í en samt ekki neyslurými, það meikar auðvitað engan sans, eins og við vitum. Aðalmálið er að það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólkið í Gistiskýlinu við Lindargötu haldi áfram að bjóta lög. Það er því miður staðan í dag.“

 

Sjá einnig:

„Tifandi tímasprengja“

Tómas rekinn úr starfi

Tómas ítrekar að hann hafi verið rekinn

Kerfið svarar

Baldur sakar Heiður um ósannindi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innbrotsþjófur – Barn undir stýri – Rán – Í vímu með barn í bílnum

Innbrotsþjófur – Barn undir stýri – Rán – Í vímu með barn í bílnum
Fréttir
Í gær

Kári hefur enn áhyggjur – „Ég þori ekki einu sinni að kalla þetta jákvæðar fréttir“

Kári hefur enn áhyggjur – „Ég þori ekki einu sinni að kalla þetta jákvæðar fréttir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út