fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Guðvarð segir þéttbýlið gera fólk geðveikt: „Hvergi er flóarfriður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðvarð Jónsson, eldri borgari, spyr í aðsendri grein í Morgunblaðinu hvort núverandi þjóðfélagsstefna vanræki börn. Hann telur að þétting byggðar leiði til geðrænna sveiflna og að börnum sé ekki nægilega vel sinnt vegna ofuráherslu á að mæður vinni.

„Menn velta mjög fyrir sér ýmsum vandamálum sem hrjá börn, sérstaklega hinum geðrænu þáttum sem tengjast leikskólaaldri og til átján ára. Frá mínum vanþekkingarsjónarhóli býður uppeldisformið upp á þessi vandamál. Mæðrum er ekki boðið að sinna börnum fram að fimm ára aldri er þau fara í fyrsta bekk barnaskóla. Það væri þó lágmarksmótunartími fyrir barnið með stuðningi frá móður. Börn skynja líffræðilega tengingu við móður en þekkja ekki hin líffræðilegu tengsl við föður,“ segir Guðvarð.

Börn virða ekki eignarétt

Hann segir að til að byrja með kunni börn ekki að virða eignarétt. „Þau læra aftur á móti að þekkja hann sem þjónustuaðila, þar til þau fara að tala. Eftir að börnin fara að ganga byrjar áreitið, þau kunna ekki að virða eignarrétt eða notendarétt svo þau hrifsa bara til sín það sem þau vilja hafa. Þetta meðfædda áreitiseðli þróast hratt í leikskólanum og fylgir þeim yfir í grunnskólann og þar þróast áreitið yfir í einelti. Eftir því sem árunum fjölgar verður áreitið þróaðra og unglingarnir hætta að klaga í mömmu og komast að því að sá sem verður fyrir áreiti er ekki þess virði að rétta hlut hans, heldur er hann látinn fara úr skólanum eitthvað annað, fjær foreldrum,“ segir Guðvarð.

Hann segir að ofan á allt þetta þá komi til allt áreitið í borginni. „Þetta brýtur sjálfsmyndina niður. Þessir krakkar eru einir í lífinu að þeirra mati. Sumir gefast upp á þessu tilgangslausa lífi og láta sig endanlega hverfa. Svo þegar komið er á vinnumarkaðinn versnar áreitisvandamálið enn og þar að auki er verið að pakka fólki í sem þéttastan haug svo hvergi er flóarfriður. Það, að þétta byggð, er mjög áreitisaukandi og leiðir til geðrænna sveiflna. Núverandi borgarstjóri leggur mikla áherslu á það að þétta byggð og útrýma allri friðhelgi í lífinu,“ segir Guðvarð.

Illa hugsað um börnin

Hann segir að því miður sé lítið hægt að gera í þessu. „Sennilega er ekki ástæða til að skrifa mikið um þetta vandamál, því breyting til batnaðar er ekki einföld. Margar konur eru ekki lengur tilbúnar að fórna starfi og vera heima. Þeim er heldur ekki sköpuð aðstaða til þess þó þær væru fúsar til að passa sín börn. Miðað við nútímatækni væri það þó tæknilegur möguleiki að gefa konum kost á því að vera hluttakendur á vinnumarkaði, með því að vinna störf á tölvu heima í sveigjanlegum vinnutíma, jafnvel fulla vinnu, þó þær sinntu sínu barni. Þetta gæti verið milljóna sparnaður fyrir sveitarfélögin. Talað hefur verið um að stytta vinnuvikuna, þá væri eiginmaðurinn kominn heim um hálffjögur,“ segir Guðvarð.

Hann segir að vanlíðan barna muni líklegast aukast. „Þó svo að aðstæður skapist til að breyta þessu gallaða barnauppeldisformi verður sennilega aldrei sátt um það í framkvæmd að gera þær breytingar er henta börunum, má því reikna með að vanlíðan þeirra í hinu háþróaða hjarðuppeldi valdi þeim áfram sálaróeirð um ókomin ár. Það er samt umhugsunarvert fyrir mæður að mannréttindum barna sé ýtt svo til hliðar, að þau njóti ekki móðurlegrar umhyggju á sínum mikilvægustu mótunarárum,“ segir Guðvarð.

Hann lýkur svo pistlinum á einu skoti á Alþingi: „Umskurðarmálið sýnir einnig hversu hámenntað fólk á alþingi vanvirðir mannréttindi barna með því að draga lappir í því máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga