fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Freyr segir íslenskum glaumgosum til syndanna: „Til þess að bústa upp ykkar auma og litla egó“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Freyr Eyjólfsson birti færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann gagnrýnir kókaín-menningu og þá sér í lagi á Íslandi.

„Í Suður- og Mið-Ameríku viðgengst ömurlegt ofbeldi, mansal, barnamorð og hryllilegir glæpir. Ástæða: Helvítis kókaínið sem þið eruð að troða upp í nasirnar á ykkur, til þess að bústa upp ykkar auma og litla egó.“ segir í tísti Freys.

Freyr er að öllum líkindum að vísa í að kókaín-neysla virðist vera að færast í aukana á Íslandi. Samkvæmt nýlegum fréttum mælist aukið kókaín í frárennslisvatni í Reykjavík, en það hefur fjórfaldast á tveimur árum.

Ekki voru allir sammála þessu tísti Freys og þar var Magnús H. Jónasson, blaðamaður hja Morgunblaðinu, fremstur í flokki.

Hann svarar tísti Freys af fullum hálsi. „Ef þú hefur eytt meira en 5 mín með fólki sem hefur barist næstum allt sitt líf við fíkn myndir þú ekki tísta svona. Haldandi það snúist um þeirra auma egó og að þeim þykir ekki vænt um fólk í suður og mið Ameríku.“

„Þetta eh heimskasta einföldun á þeim sjúkdómi sem fíkn er sem ég hef séð lengi. Þú ert basicly að kenna fíklinum um ofbeldið sem fikniefnasalinn veldur. Þú síðan súmmerar fólk niður í steríótýpu sem hentar þér. Þú ert vandamálið, eyddu þessu tísti.“

Magnús bætir svo við „Að svona tíst fái 150 plús like er ekkert annað en það sem ég sagði áðan; Þú ert vandamálið sem og fáfræði að þessum toga. Ekki tísta heimsku shitt og pretend you care um fólk í S- Ameríku í leiðinni.“

Freyr svarar fyrir sig með því að tísta: „Ég hef starfað og unnið með fíklum í meira en 14 ár. Fyrst og fremst er ég að benda á einfalda staðreynd – sem er alkunn. Eiturlyfjasala í Suður-Ameríku elur af sér spillingu og ofbeldi. Kókaín er stóra rótin. Svo bera neytendur alltaf ábyrgð með kaupum sínum. Í öllum viðskiptum.“

„Þekki fíkn, andlega meinið. Veit hvað fólk er að græja með eiturlyfjum. Ég er búinn að vera ferðast um Mið-Ameríku og kynna mér ofbeldismenninguna – rótin er kókín. Það er oftúlkun hjá þér að ég sé að varpa ábyrgðinni á fíkilinn. Kókaínneysla í USA viðheldur vandanum í S-Ameríku.“ segir Freyr svo að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bíður eftir að bankarnir lækki vexti: „Það verður alls ekki látið átölulaust“

Vilhjálmur bíður eftir að bankarnir lækki vexti: „Það verður alls ekki látið átölulaust“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir án útboðs – „Ólíðandi framkoma gagnvart skattgreiðendum í Reykjavík“

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir án útboðs – „Ólíðandi framkoma gagnvart skattgreiðendum í Reykjavík“