fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Framvísaði fölsuðu vegabréfi – Unglingar slógust harkalega – Búðarþjófur yfirbugaður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 04:24

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 15 í gær var erlendur karlmaður handtekinn í afgreiðslu ríkisstofnunar í Reykjavík eftir að hann framvísaði fölsuðu vegabréfi. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins en hann neitar að segja til nafns eða veita nokkrar aðrar upplýsingar um hver hann er.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um slagsmál unglinga í Hafnarfirði og voru slagsmálin sögð harkaleg. Einn var talinn nefbrotinn eftir þau og var hann fluttur á slysadeild. Málið er nú til rannsóknar.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var beðið um aðstoð vegna þjófnaðar úr verslun í Breiðholti. Meintur þjófur var í tökum starfsmanna en veitti mikla mótspyrnu. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði hann náð að losa sig og veittist að starfsmanni. Lögreglumenn yfirbuguðu manninn og handtóku og var hann vistaður í fangageymslu.

Síðdegis í gær var brotist inn í bifreið í miðborginni og myndavél og reiðufé stolið úr henni. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var karlmaður handtekinn grunaður um innbrotið og fleiri brot. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á öðrum tímanum í gær slasaðist maður um tvítugt á trampólíni í Kópavogi. Hann meiddist á ökkla og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.

Á öðrum tímanum í gær voru tveir útlendingar staðnir að ólöglegri veiði í Leirvogsá. Þeir höfðu ekki veitt neitt þegar lögreglan kom á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?