fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Heiða Björg: Ekki neyslurými þegar heilbrigðisþjónusta er ekki í boði – „Við viljum standa með þessu fólki og sýna því virðingu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur DV fjallað ítarlega um ásakanir Baldurs Borgþórssonar, varaborgarfulltrúa Miðflokksins, um að í gistiskýlinu á Lindargötu séu starfrækt neyslurými. Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs, hefur hafnað þeim ásökunum. Ekki sé hægt að tala um neyslurými þar sem einstaklingar sprauta sig inni á salernum. Til þess að um neyslurými sé að ræða þá þurfi grunnheilbrigðisþjónusta einnig að vera í boði. Hún svaraði fyrir ásakanirnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Misskilningurinn er sá að neyslurými er ekki það sama og rými þar sem vímuefna er neytt. Þannig að það er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að tala um neyslurými, þá er ekkert slíkt á Íslandi í dag. Það er ekki í gistiskýlinu og hvergi annars staðar. “

Þó segir Heiða að ekki sé hægt að horfa framhjá því að það eru margir sem neyta vímuefna í æð í borginni og því verði að bregðast við. Heilbrigðisráðherra hafi lagt fram mál á Alþingi þar sem óskað er eftir að neyslurými verði opnuð hérlendis, en það mál sé enn í meðför þingsins. Í eiginlegu neyslurými sé boðið upp á grunnheilbrigðisþjónustu, ekki bara hreinar nálar.

„Þú getur komið inn, talað við  heilbrigðisstarfsfólk, þú getur fengið ráðleggingar um hvernig þú sprautar þig, hvernig þú nærir þig, hvernig þú getur viðhaldið þinni heilsu þó þú sért með þennan fíknivanda.“

Í Gistiskýlinu sé því ekki starfrækt neyslurými heldur sé horft framhjá neyslunni og reynt að lágmarka skaða á borð við smitsjúkdóma með því að bjóða upp á hreinan búnað til neyslu. Starfsfólk gistiskýlisins veiti enga heilbrigðisþjónustu, enga ráðgjöf varðandi neyslu heldur aðeins hreinar nálar. Þetta sé liður í átaki sem Landsspítalinn fór af stað með fyrir nokkrum árum til að stemma stigu gegn smitsjúkdómum sem berast með óhreinum neyslubúnaði.

„Við fáum til okkar þá sem eru virkilega í vanda. Við erum að glíma við þá og það er heiður og við viljum gera það vel og við viljum standa með þessu fólki og sýna því virðingu. Þetta er oft fólk sem er búið að jaðarsetja mikið í okkar samfélagi.“

Vímuefnaneytendur mæti miklum fordómum þegar þeir leiti sér heilbrigðisþjónustu, eða í rauninni hvers konar þjónustu

„Miklir fordómar. Við gætum öll verið í þessum sporum, við verðum bara að horfast í augu við það og mér finnst mikilvægt að við sem samfélag séum ekki að jaðarsetja þessa einstaklinga með því að meina þeim um eins og til dæmis heilbrigðisþjónustu.“

Heiða ítrekar því enn og aftur að salernin í Gistiskýlinu geti ekki talist sem neyslurými.

„Til þess að það sé  hægt að opna neyslurými og ég veit að einhverjum finnst það skrýtið að það sé ekki neyslurými þar sem fólk er að neyta en þetta er ákveðið, það þarf að opna neyslurými á íslandi þar sem hægt er að nálgast fjölþætta heilbrigðisþjónustu og til þess þarf Alþingi að breyta lögum.“

Heiða minntist þó í engu á aðrar ásakanir Baldurs og starfsmanns Gistiskýlisins.

Í fyrstu frétt DV af ástandinu í gistiskýlinu var tekið fram að samkvæmt skilgreiningu á neyslurými eigi að bjóða þar upp á heilbrigðisþjónustu, því var hins vegar haldið fram að þarna væri um ólögleg neyslurými að ræða sem uppfylltu ekki skilyrði.

„Þarna eru aðeins tveir að störfum hverju sinni og ekki raunhæfur möguleiki að kalla út bakvakt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er stórhættulegt og ég mun leggja til í borgarstjórn að þessum neyslurýmum í gistiskýlinu verði lokað,“ segir Baldur Borgþórsson. Engin svör hafa enn borist frá Reykjavíkurborg um hvernig öryggi starfsmanna verði tryggt.

„Við erum ekki þjálfuð til að takast á við þetta skaðaminnkandi hlutverk,“ sagði Tómas Jakob Sigurðsson, starfsmaður Gistiskýlisins, í samtali við DV. Heiða hefur í engu svarað hvers vegna starfsmenn hafi ekki verið þjálfaðir þegar Gistiskýlið hóf að starfa eftir skaðaminnkandi stefni.

Áfengi er tekið af þeim sem dvelja í gistiskýlinu, en ekki vímuefni. Engar skýringar hafa borist á hvers vegna litið er framhjá sumum vímuefnum, en ekki öðrum.

Þeir sem ekki neyta vímuefna í æð og þurfa að nota salernið þurfa fyrst að leita til starfsmanna, sem þurfa að banka og rýma salerni, sem eru í stöðugri notkun við neyslu. Engin svör hafa enn borist á því hvers vegna ekki er reynt að tryggja að einhver salerni af þeim sjö sem eru í húsinu, séu vímuefnalaus.

 

Sjá einnig:

„Tifandi tímasprengja“

Tómas rekinn úr starfi

Tómas ítrekar að hann hafi verið rekinn

Kerfið svarar

Baldur sakar Heiður um ósannindi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“