fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Drukknar konur á virðulegum aldri vildu ekki borga reikninginn sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðbænum um fimm-leytið í dag. Mjög drukknar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikninginn og voru með almenn leiðindi og uppsteyt. Þær greiddu samt reikninginn þegar lögreglan kom á staðinn og gáfu upp persónuupplýsingar að kröfu lögreglu en þó með miklum semingi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þar greinir einnig frá því að umferðarslys varð í hádeginu á Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík. Bíll valt en stór vindhviða varð til þess að ökumaður missti stjórn á bílnum og endaði hún utan vegar og á hliðinni. Erlendir ferðamenn voru þarna á ferð og meiddist enginn þeirra.

Á fjórða tímanum í dag varð árekstur í hverfi 201 og stakk ökumaður af frá vettvangi. Vitni töldu ökumanninn vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar ölvaður heima hjá sér. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Vinnuvél bakkað á unga konu

Um hálfþrjúleytið í dag var tilkynnt um að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda í hverfi 110. Vinnuvél var bakkað á unga konu sem var að ganga á gangstétt.  Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Nokkrir áverkar en talið minniháttar á þessu stigi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðiseftirlitið telur húsnæði Fossvogsskóla standast öryggiskröfur – Foreldrar ósáttir

Heilbrigðiseftirlitið telur húsnæði Fossvogsskóla standast öryggiskröfur – Foreldrar ósáttir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dularfulli pistillinn sem hvarf

Dularfulli pistillinn sem hvarf
Fréttir
Í gær

Hinir frjálsu og frelsissviptu

Hinir frjálsu og frelsissviptu
Fréttir
Í gær

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok
Fréttir
Í gær

Sigurður varð fyrir líkamsárás og nauðgun í Marseille: „Það er eins og einhver hluti af mér hafi dáið“

Sigurður varð fyrir líkamsárás og nauðgun í Marseille: „Það er eins og einhver hluti af mér hafi dáið“
Fréttir
Í gær

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar