fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Varaþingmaður Pírata með óvinsæla vangaveltu: „Fávitar geta fengið háskólagráðu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfa Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi og varabæjarfulltrúi í Árborg, deilir á Facebook-síðu sinni vangaveltu sem að hennar eigin sögn sé óvinsæl. Hún segir að Íslendingar séu haldnir menntasnobbi og að menntun eigi ekki endilega að vera metin til launa.

Alfa telur upp fjóra punkta hvað þetta varðar: „Óvinsæl vangavelta. Forysta BHM o.fl. krefst þess að menntun sé metin til launa.

  1. Þegar annar hver maður er kominn með háskólagráðu, er þá ekki skv. markaðslögmálum búið að gjaldfella menntun.
  2. Ég hef unnið með frábæru starfsfólki sem ekki er með háskólamenntun -og sömuleiðis með háskólamenntuðu fólki sem stóð sig engan veginn í starfi. Jafnvel fávitar. Já, fávitar geta fengið háskólagráðu.
  3. Röksemd BHM o.fl. eru þau að háskólamenntað fólk verði að fá betri laun til að vega upp á móti launatapi á meðan nám er stundað. Þeir sem fara fyrr út á vinnumarkað í stað langskólanáms fórna kroppnum sínum, vinna lengur og fá að kenna á því seinna á ævinnu sökum lengri vinnuævi. Það mætti jafnvel leiða að því líkum að lífslíkur þessa fólks séu minni.
  4. Íslendingar eru menntasnobb. Bretar meta starfsreynslu nær til jafns við háskólamenntun,“ skrifar Alfa og bætir við: „Á að meta menntun til launa? Hvernig þá og hversu mikið? Af hverju? PS. Ég er háskólamenntuð.“

Einar Steingrímsson, prófessor í stærðfræði, deilir frétt Miðjunnar um stöðufærslu Ölfu og segir hana hugrakka að koma fram með þetta viðhorf. „Hugrökk kona, að þora að segja þetta upphátt. Það sem er kannski verst í þessu háskólaskírteinasnobbi er að fólki með reynslu og getu til að vinna tiltekin störf er sums staðar sjálfkrafa ýtt út, vegna sérkennilegra hugmynda um gagnsemi skólagöngu í sumum störfum,“ skrifar Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?