fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

„Það er vetur. Það á allt að vera frosið“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar Kotlik-þorpsins á norðvesturströnd Alaska hafa öldum saman reitt sig á þykka íshelluna til að verja heimili sín frá þeim vonskuveðrum sem stundum geysa á Beringshafi og nágrenni.

Þegar ísinn er mikill þá hleðst hann upp við strendur bæjarins og myndar einskonar vegg sem kemur í veg fyrir að hættulegar öldur komist að þorpinu.

Þetta hefur þó brugðist í ár þar sem febrúarvindarnir voru heitari en vanalega. Ísinn sem ver þorpið varð að snjó sem annaðhvort fýkur í burtu eða bráðnar.

AP-fréttastofan fjallaði um stöðu mála í þorpinu og ræddi við íbúa þar.

Fyrir utan hús Philomena Keyes, 37 ára íbúa sem búið hefur í Kotlik alla sína ævi, var vatnið orðið svo mikið að það náði henni upp að hnjám. „þetta er í fyrsta skipti í mínu lífi þar sem ég verð vör við flóð á þessum árstíma.“

Allt af völdum loftslagsbreytinga?

Þessar miklu hitabreytingar eiga áhrif sín að reykja til loftslagsbreytinga. Vísindamenn spyrja sig hvort þetta séu varanlegar breytingar á vistkerfinu. Ísinn á Beringshafi var í sögulegu lágmarki seinasta vetur. Þrátt fyrir að spáð hefði verið fyrir um minnkandi ís þá er sú spá að rætast talsvert hraðar en búist var við, segja haffræðingar.

Það að ísinn sé að hverfa mun ábyggilega hafa varanleg áhrif á dýraríkið, bæði á landi og sjó í kringum Beringshaf. Þar að auki munu íbúar Kotlik eiga í talsverðum erfiðleikum með veiðar þegar fram líða stundir. AP ræddi við haffræðinginn Phyllis Stabeno sem segir of snemmt að segja til um hvort staðan nú megi rekja til loftslagsbreytinga. Staðan valdi þó ákveðnum áhyggjum. „Það er vetur. Það á allt að vera frosið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Rúnar: Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti eins og frjáls maður

Gunnar Rúnar: Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti eins og frjáls maður
Fréttir
Í gær

Rússar kaupa landsvæði á Austfjörðum – Lúxusferðaþjónusta sem á engan sinn líka

Rússar kaupa landsvæði á Austfjörðum – Lúxusferðaþjónusta sem á engan sinn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átak gegn vændi í gangi – 37 kynferðisbrot í júní

Átak gegn vændi í gangi – 37 kynferðisbrot í júní