fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Réðst á ungan dreng í Hraunbæ: Missti stjórn á sér þegar barnið henti pappaglasi í jörðina

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag var 52 ára karlmaður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast að ungum dreng. Svo virðist vera að maðurinn hafi bæði hótað og beitt drenginn ofbeldi fyrir það eitt að henda ekki rusli.

Pilturinn, sem var einungis 12 ára þegar atvikið átti sér stað í janúar 2017, var með vini sínum þennan dag en piltarnir sögðust hafa farið inn á Domino’s í Hraunbæ og fengið sér pappaglös til að drekka vatn.

Drengurinn á þá að hafa hent glasinu á jörðina í stað þess að henda því í ruslið. Það virðist hafa farið verulega fyrir brjóstið á þeim ákærða sem réðst að piltinum í kjölfarið.

Samkvæmt vitnisburði drengsins á maðurinn að hafa gripið í jakka hans með þeim afleiðingum að þeir féllu báðir í jörðina. Síðan á maðurinn að hafa kýlt í maga drengsins áður en hann sagðist myndu drepa drenginn ef þeir hittust aftur.

Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa spurt drenginn hvort hann hafi misst pappaglasið. Hann viðurkennir að hafa gripið í ermi drengsins, en segist hafa fallið við það, ofan á drenginn.

Sá ákærði sagðist ekki geta útilokað að hendin á honum hafi endað í maga drengsins en það kom ekki fram í fyrstu skýrslu sem lögregla tók af honum og því um misræmi að ræða í framburði hans. Á meðan þótti framburður drengsins vera trúverðugur.

Eftir atvikið umrædda fór drengurinn til heimilislæknis ásamt móður sinni og fékk læknisvottorð sem lagt fram fyrir dómi.

Maðurinn hlaut þriggja mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm fyrir líkamsárás, hótanir og brot á barnaverndarlögum. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða 393 þúsund krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dýraverndunarsinnar mótmæltu á Selfossi: „Fangelsuð, nauðgað og afkvæmin drepin!“

Dýraverndunarsinnar mótmæltu á Selfossi: „Fangelsuð, nauðgað og afkvæmin drepin!“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brýtur Bjarni siðareglur?

Brýtur Bjarni siðareglur?
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar furðufréttir: Köttur hélt mæðgum í gíslingu – Íbúi á Sauðárkróki varð ástfanginn af uppblásinni dúkku

Íslenskar furðufréttir: Köttur hélt mæðgum í gíslingu – Íbúi á Sauðárkróki varð ástfanginn af uppblásinni dúkku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Stefnir í nýtt efnahagshrun á Íslandi?

Spurning vikunnar: Stefnir í nýtt efnahagshrun á Íslandi?