fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Fjölgun ferðamanna veldur aukinni losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2019 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017.  Losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis hefur verið nokkuð stöðug síðan 2012 þrátt fyrir aðgerðir til að stemma við losuninni. Þetta má meðal annars rekja til fjölgunar ferðamanna á Íslandi og aukinnar neyslu almennings.

Árlega skilar Umhverfisstofnun Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (National Inventory Report – NIR) til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (United Nation Framework Convention on Climate Cange – UNFCCC) í samræmi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Helstu orsakavaldarnir losunarinnar á Íslandi eru vegasamgöngur, sem telja um 38 prósent af þeirri losun sem er á ábyrgð Íslands. Næst kemur olíunotkun fiskiskipa, eða um 18 prósent. Þar á eftir kemur iðragerjun, svo losun frá kælimiðlum og losun frá urðunarstöðum.

Í skýrslunni er einnig litið til losunar frá stóriðju undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Undir það féll 39 prósent af heildarlosun Íslands árið 2017 sem var tæplega 3 prósentum meira en árið á undan.

Meginástæður fyrir aukinni losun á ofangreindum árum er aukin losun frá fólksbílum, málmframleiðslu, kælimiðlum og frá nytjajarðvegi. Skýrslan er þó ekki alsvört fyrir Ísland heldur hefur losun frá framleiðsluiðnaði dregist saman um 9 prósent og losun frá urðunarstöðum um 3 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?