fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Öngþveiti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld: Boðið upp á vatn og klósettpappírinn búinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 08:04

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Erum búin að sitja í flugvél núna á Keflavíkurflugvelli í tvo tíma og er neitað um þjónustu á meðan við horfum á þá tæma vélar frá Icelandair. Hérna er boðið upp á vatn og engin svör um hvenær þeir hafa hugsað sér að tæma vélina. Nýjustu fréttir eru að klósettpappírinn er búinn. Við pöntuðum þetta flug í gegnum Heimsferðir,“ sagði maður sem hafði samband við DV í gærkvöld en hann kom hingað til lands með flugfélaginu Neos frá Kanaríeyjum.

Hátt í tuttugu flugvélar lentu undir miðnætti á Keflavíkurflugvelli en flugferðum var seinkað vegna hvassviðris. Greint var frá málinu á vef RÚV í frétt undir miðnættið og þar segir:

„Eins og staðan er er ekki hægt að nota landganga vegna veðurs. Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair eru samtals 19 vélar flugfélagsins að lenda seint í kvöld og skömmu eftir miðnætti, og eru níu þeirra þegar lentar. Búið er að ferja fólk úr fimm vélanna sem eru lentar og hefur það gengið vel að hennar sögn. Mun hraðar gengur að koma fólki frá borði úr vélunum en í gær, og ættu farþegar ekki að þurfa að bíða lengur en hálftíma eftir að komast frá borði. Þá hefur Ásdís Ýr þær upplýsingar frá Keflavíkurflugvelli að vind sé að lægja þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Rúnar: Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti eins og frjáls maður

Gunnar Rúnar: Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti eins og frjáls maður
Fréttir
Í gær

Rússar kaupa landsvæði á Austfjörðum – Lúxusferðaþjónusta sem á engan sinn líka

Rússar kaupa landsvæði á Austfjörðum – Lúxusferðaþjónusta sem á engan sinn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átak gegn vændi í gangi – 37 kynferðisbrot í júní

Átak gegn vændi í gangi – 37 kynferðisbrot í júní