fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Mikill kostnaður við skólaferðalög 10. bekkinga bítur fátæk heimili fast – „Það á ekki að kosta krónu aukalega að ég sendi krakkana í skólann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verður að fara að tala um þetta málefni. Foreldrar tíunda bekkjar um allt land eru að leggja út rugl mikinn pening út af skólaferðalögum tíunda bekkjar. Það er kominn tími til að farið sér eftir því sem stendur í lögum, að grunnskóli sé gjaldfrjáls,“ segir einstæð móðir í Reykjanesbæ. Töluverð umræða hefur verið meðal foreldra um mikinn kostnað við skólaferðalög sem tíundu bekkingar fara í við lok skólaárs: „Þetta er þungur baggi fyrir efnaminni heimili. Það á ekki að kosta krónu aukalega að ég sendi krakkana í skólann,“ segir konan sem á erfitt með að standa undir þessum kostnaði.

Önnur móðir, sem er með barn í Akurskóla í Njarðvík, tekur til máls í FB-hópi foreldra skólans og segir meðal annars:

„Vorferðin í Holtaskóla skilst mér að kosti 50.000 kr. Ég fékk skilaboð frá konu úti á landi þar sem ferð með öllu tilheyrandi kostar 100.000 krónur. Akurskóli er ekkert einsdæmi og ekki að gera neitt rangt. Ég og mín dóttir stóðum okkur ekki í fjáröflun og þess háttar en það skiptir engu máli hvaða peningarnir koma. Þetta má ekki og á ekki að vera. Ríkið og bæjarfélögin eiga að borga miklu meira í skólana og gefa þeim svigrúm til að bjóða upp á allt frítt.“

Tilefni skrifanna er tilkynning um hátíðarkvöldverð nemenda 10. bekkjar Akurskóla og vorferðina. Segir þar að ferðin kosti 42.500 kr. á nemanda en kvöldverðurinn virðist kosta 20.000 krónur (óstaðsfest).

Önnur móðir barns við þennan skóla skrifar:

„Hvað kostar svo hátíðarkvöldverðurinn?  42.500 kr. vorferð plús 20.000. Samtals 60.000 kr. kostnaður í lögbundinni gjaldfrjálsri skólaskyldu á einum mánuði fyrir eitt barn í grunnskóla á Íslandi.“

Mæðurnar ítreka að gagnrýnin beinist ekki að Akurskóla og starfsfólki hans sem sé yndislegt. En huga þurfi að þessum kostnaði sem geti sligað fátæk heimili og það sé ekki eðlilegt þar sem um skólaskyldu sé að ræða.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?