fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Fréttir

Vont veður fer að bresta á – Gífurlegur hliðarvindur á Reykjanesbrautinni – flugi frestað til kvölds

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 12:31

Svona kom sumarið mörgum fyrir sjónir, ekki síst á Suðurlandinu. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugferðum Icelandair til landsins sem áætlaðar voru í eftirmiðdaginn hefur verið seinkað til kvöldsins. Til dæmis hefur flugi frá Kaupmannahöfn verið seinkað til kl. 22. Mjög varhugavert er að vera á ferðinni seinni part dagsins og ökuferðir eftir Reykjanesbrautinni verða sérstaklega varasamar vegna ausandi rigningar og mjög mikils hliðarvinds.

Lögreglan á  höfuðborgarsvæðinu varar við veðrinu með svohljóðandi tilkynningu:

„Vekjum athygli á því að spáð er leiðindaveðri í umdæminu þennan laugardaginn, einkum síðdegis og í kvöld, eða suðaustan 13-18 og 18-23 m/s í kvöld. Þeir sem eiga leið til eða frá höfuðborgarsvæðinu ættu að hafa hugfast að það gæti orðið mjög hvasst undir Hafnarfjalli og útlit er fyrir mikinn hliðarvind á Reykjanesbraut. Á þessum slóðum má enn fremur búast við ausandi rigningu og því kunna skilyrði til aksturs að vera varasöm.“

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir:

„Við viljum vekja sérstaklega athygli á því að spáð er leiðindaveðri hjá okkur í dag og í kvöld. Spáð er miklu roki og mikilli rigningu og útlit er fyrir mikinn hliðarvind á Reykjanesbraut. Á þessum slóðum má enn fremur búast við ausandi rigningu og því kunna skilyrði til aksturs að vera varasöm.
Við viljum einnig benda þeim sem eru á leið erlendis að hafa það í huga að mjög líklega verður röskun á öllu flugi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“
Fréttir
Í gær

Hjólasektir ekki tengdar prómill í blóði

Hjólasektir ekki tengdar prómill í blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“
Fyrir 2 dögum

Vanþakklátur ráðherra

Vanþakklátur ráðherra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir barnaníðingi

Landsréttur mildaði dóm yfir barnaníðingi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist
Fréttir
Fyrir 4 dögum

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu