fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Þórunn missti Guðmund: „Hér er mynd af litla drengnum mínum sem dó úr mislingum“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 7. mars 2019 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Jónsdóttir var í viðtali á Pressunni árið 2015 þar sem hún opnaði sig á einlægan hátt um að hafa misst son sinn, Guðmund úr mislingum. Þá hefur færsla sem hún skrifaði farið aftur á flug eftir að fjórir einstaklingar hafa greinst með mislinga hér á landi síðustu daga. Vegna þess birtir DV viðtalið við Þórunni í heild sinni. Viðtalið sýnir mikilvægi þess að láta bólusetja börn og þá er það ekki lengur að finna á netinu þar sem eldri fréttir Pressunnar eru ekki aðgengilegar á netinu sem stendur. Þórunn segir:

„Hér er mynd af litla drengnum mínum sem dó úr heilabólgu mislingum.“

Þórunn missti ársgamlan son sinn úr mislingum

,,Fólk ætti alveg hiklaust að þiggja þessa þjónustu sem stendur því til boða, og hugsa sig tvisvar um áður en það ákveður að láta ekki bólusetja börnin sín. Vegna þess að það getur ómögulega vitað hvort barnið þess mun sleppa eða ekki,” segir Þórunn Jónsdóttir. Sjálf talar hún af reynslu en sonur hennar, Guðmundur, lést árið 1967, þá rúmlega ársgamall. Í kjölfar heilabólgu fékk hann mislinga sem síðan leiddi til þess hann fékk ígerð í nefkokið sem leiddi til blóðeitrunar. Segir Þórunn að öðruvísi hefði farið ef byrjað hefði verið að bólusetja börn fyrir mislingum á sjöunda áratugnum.

,,Hann var alltaf svo kátur og hress og algjör sólargeisli. Hann hreif alla sem hann kom nálægt,” segir Þórunn í samtali við blaðamann Pressunnar. Hún segir Guðmund litla aldrei hafa kennt sér meins þann stutta tíma sem hann lifði: ,,Nei, hann var alltaf svo sprækur og kátur, hann hafði aldrei orðið veikur fyrir þetta.”

Hún segir atvikið vera ljóslifandi í huganum þrátt fyrir að hátt í 48 ár séu nú liðin. Það var 7 apríl árið 1967:

Gat ekki staðið uppi

,,Hann var orðinn 13 mánaða gamall. Hann hafði verið lasinn dagana áður og verið með einhverja hitavellu. Hann var einnig með útbrot þannig að læknar voru búnir að segja að hann væri með mislinga. Um hádegið þennan dag var hann engu síður voðalega duglegur að borða. Síðan lagði hann sig og vaknaði um hálf tvö leytið og kastaði þá upp stöðugt. Þá var hann líka kominn með háan hita. Ég skildi ekkert hvað var að gerast. Ég gaf honum magnyl og hringdi í lækni sem sagði mér að gefa honum hitalækkandi. Læknirinn kom síðan um seinni partinn og sagðist halda að þetta væru flensueinkenni,” segir Þórunn.

Hún segir líðan Guðmunds hafa farið versnandi eftir því sem leið á daginn: ,, Hann sofnaði og vaknaði svo aftur. Þegar hann ætlaði síðan að standa upp í rúminu sínu klukkan hálf sjö um kvöldið þá tókst honum það ekki, heldur lognaði bara út af. Ég hringdi upp á heilsuverndarstöð sem á þessum tíma var bráðamóttaka en þá var svo mikið að gera að læknirinn kom ekki fyrr en um hálf tólf leytið þetta kvöld. Þá var Guðmundur orðinn nánast meðvitundarlaus.”

Var dofinn í fyrstu

,,Ég vafði sæng utan um hann og fór með hann út í bíl og við fórum með lækninum á heilsugæslustöðina. Þegar við komum þangað var hins vegar ekkert rúm laust og ekkert pláss og hjúkrunarkonan sem tók á móti okkur ætlaði nánast að úthýsa okkur. Ég man að læknirinn hálf partinn hvæsti á hana: ,,Sérðu ekki að barnið er fársjúkt!?” heldur Þórunn áfram.

,,Í fyrstu var haldið að hann væri með magnyltöfluofnæmi. Læknar voru kallaðir út og þeir reyndu að gefa honum súrefni en það var orðið of seint. Hann var farinn,” rifjar hún upp.

Ég var alveg dofin þegar mér var tjáð að litli strákurinn minn væri látinn. Maðurinn minn kom og sótti mig og það var ekki fyrr en ég kom heim um nóttina sem ég áttaði mig almennilega. Við bjuggum á þessum tíma heima hjá foreldrum mínum og ég man þegar ég sagði þeim upphátt  að Guðmundur væri dáinn. Þá fyrst náði ég því að þetta hafði gerst, þetta var raunverulegt.

Engin hjálp

,,Ég man síðan ekkert eftir útförinni,“ segir Þórunn. Hún segir fjölskylduna ekki hafa fengið neina sálgæslu eða aðstoð til að takast á við fráfall Guðmundar. Slíkt tíðkaðist einfaldlega ekki á þessum tíma:

Öll svona hjálp kom svo miklu seinna. Áfallahjálp þekktist ekki á þessum árum, maður átti bara að bíta á jaxlinn og helst að tala sem minnst um þetta.

Hún segir systkini Guðmundar hafa upplifað erfiða tíma í kjölfarið: ,,Það var líka erfitt að tala um þetta við eldri börnin, þetta var svo mikið áfall fyrir þau. Yngsti strákurinn átti sérstaklega erfitt með þetta. Á þessum tíma var hann ekki byrjaður í skóla og hafði því verið mikið heima með bróður sínum. Hann sagði við mig:

,,Mamma, ég vil líka deyja, Guðmundi leiðist örugglega alveg voðalega mikið uppi á himninum.”

Hún segir það hafa verið mikið átak að halda áfram með lífið en annað hafi einfaldlega ekki verið í boði:

„Við áttum þarna þrjú önnur börn og maður þurfti einfaldlega að standa sína plikt. Maður þurfti bara að duga eða drepast. Það var ekki um annað að ræða. Ég man að maðurinn minn sagði við mig: ,, Nú dugir ekkert að leggjast í eitthvað volæði, við þurfum að hugsa um hin börnin.” Svo bara einhvern veginn hélt lífið áfram.“ 

Mikilvægt að nýta þjónustuna

Hún segir umræðuna um bólusetningar sem sprottið hefur upp undanfarið  hafa snert sérstaklega viðkvæma strengi í sér:

„Ef það hefði verið farið að bólusetja börn á þessum tíma þá hefði þetta ekki farið svona. Ef það hefði verið í boði þá hefði ég látið sprauta börnin mín. Guðmundur hafði aldrei orðið veikur fyrr en þetta gerðist. Mér finnst þetta þess vegna vera mjög mikilvægt. Mér finnst alveg skelfilegt þegar fólk notfærir sér ekki þetta tækifæri að láta bólusetja börnin sín.“

Þá segir Þórunn að lokum:

„Ég hef heyrt foreldra tala um að það óttist að barnið þeirra verði einhverft ef það verði bólusett.  Ef ég hefði val, þá hefði ég frekar kosið að barnið mitt yrði einhverft. Allt frekar en þetta. Frekar myndi ég vilja einhverft barn heldur en ekkert barn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar