fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Óskar Hrafn ráðinn til VÍS

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins.

Óskar Hrafn hef­ur ára­langa reynslu af fjöl­miðlum, var meðal ann­ars frétta­stjóri á Stöð 2, Vísi.is og DV.  Þá var hann um tíma yf­ir­maður Stöðvar 2 Sport en hef­ur að mestu unnið sjálf­stætt sem ráðgjafi und­an­far­in miss­eri. Óskar Hrafn hefur einnig verið viðloðandi knattspyrnu lengi og þjálfar hann karlalið meistaraflokks Gróttu sem leikur í Inkasso-deildinni í sumar.

Í frétt VÍS kemur fram að Óskar Hrafn muni stýra miðlun upp­lýs­inga til fjöl­miðla og markaðsaðila. Til viðbót­ar mun hann bera ábyrgð á mót­un ófjár­hags­legr­ar upp­lýs­inga­gjaf­ar og sam­fé­lags­ábyrgð fé­lags­ins.

Hann mun hefja störf í byrj­un apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“