fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gæti tekið 5-6 daga að koma fólki heim ef allt fer á versta veg hjá WOW

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef allt fer á versta veg hjá WOW gæti það tekið nokkra daga að leysa úr þeirri flækju sem upp kæmi varðandi farþega hér á landi og erlendis. Nokkra daga gæti tekið að koma fólki til síns heima.

Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en blaðið hefur undir höndum sviðsmyndagreiningu þar sem meðal annars er lagt mat á afleiðingar allsherjarstöðvunar. Um er að ræða áætlun sem miðast við 11 véla flota WOW og eru þrjár sviðsmyndir á borðinu, allt eftir því hvar vélar WOW eru staðsettar ef til allsherjar rekstrarstöðvunar kemur.

Þannig myndu um 1.500 farþegar verða strandaglópar á Íslandi ef til allsherjarstöðvunar kæmi fyrir klukkan sex á morgnana en um 700 farþegar upp úr hádegi. Þá eru vélar WOW í Keflavík. Auk þess væru um 150 til 180 Íslendingar í Norður-Ameríku sem ekki kæmust heim.

Ef reksturinn myndi stöðvast eftir að vélar félagsins halda af stað til Evrópu eða væru ekki lagðar af stað til Íslands væru um 400 Íslendingar strandaglópar erlendis en um 700 erlendir ferðamenn á Íslandi sem ekki kæmust í flug til Norður-Ameríku.

Um tvö hundruð Íslendingar væru svo strandaglópar ef rekstur stöðvast eftir að vélar félagsins halda til Norður-Ameríku eða eru ekki farnar frá áfangastöðum í álfunni.

Í frétt Morgunblaðsins er rætt við sérfræðing sem komið hefur að sviðsmyndagreiningunni. Hann segir að það tæki alltaf nokkra daga að koma þeim erlendu ferðamönnum sem hér dvelja til síns heima ef allt færi á versta veg. Það ætti að leysast á tveimur dögum en verkefnið tæki í það heila fimm til sex daga að teknu tilliti til þeirra Íslendinga sem væru fastir erlendis. Það færi þó allt eftir bókunarstöðu þeirra flugfélaga sem fljúga til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“