fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fargjöld rjúka upp: Kostar 84 þúsund aðra leið til Köben með Icelandair

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 10:38

Icelandair og WOW. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óróinn á flugmarkaði er farinn að hafa áhrif á flugfargjöld, enda eru margir sem vilja ekki taka neina áhættu þegar kemur að flugi næstu daga.

Þannig er ódýrasta fargjald með Icelandair til Kaupmannahafnar næstkomandi föstudag 83.715 krónur. Þetta er svokallaður Flex miði þar sem innritaður farangur er ekki innifalinn. Ódýrasta fargjaldið með WOW Air þennan dag til Kaupmannahafnar er 14.255 kr.

Það er sömuleiðis ódýrasta fargjaldið, svokallað Basic, þar sem greiða þarf aukalega fyrir innritaðan farangur. Reyndar kosta flugmiðarnir enn minna hjá WOW dagana á undan.

Athygli vekur að það er ekki hægt að komast með Icelandair til Kaupmannahafnar frá fimmtudegi til þriðjudags fyrir lægra verð en 80 þúsund krónur – og enn og aftur erum við að tala um aðra leið. Svo virðist sem margir treysti því ekki að WOW Air muni fljúga næstu daga og færi sig yfir til samkeppnisaðilans.

Framtíð WOW ræðst í dag eða á næstu dögum. Skuldabréfaeigendur og kröfuhafar hafa flestir samþykkt að breyta kröfum sínum í 49% hlutafé, en eftir er að finna nýtt hlutafé upp á a.m.k. 5 milljarða kr. Tíminn er að renna út og mikil óvissa ríkir um framhaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus