fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Fáklæddur ferðamaður – Ökumaður í vímu með stolin skráningarnúmer á bifreið sinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 05:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu á hótel í hverfi 105. Þar var erlendur ferðamaður, gestur á hótelinu, með hávaða og læti á ganginum. Auk þess var hann fáklæddur mjög. Maðurinn vildi ekki hlýða fyrirmælum lögreglu og reyndi að ná búnaði af lögreglumönnum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Skömmu fyrir klukkan 19 í gær var ökumaður handtekinn í miðborginni en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, brot á lyfjalögum, vörslu fíkniefna, þjófnað á skráningarnúmerum en umrædd skráningarnúmer voru á bifreiðinni sem var auk þess ótryggð.

Á tíunda tímanum var annar ökumaður handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann gaf upp rangt nafn og kennitölu þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum og er grunaður um vörslu fíkniefna.

Sex ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Á sjöunda tímanum í gær var bifreið ekið á kantstein á Helgafellsvegi í Mosfellsbæ og síðan á ljósastaur. Ökumaður var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabifreið en hann fann til eymsla í baki og víðar. Kranabifreið flutti bifreiðina af vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Menn ruddust inn í íbúð og veittust að húsráðanda

Menn ruddust inn í íbúð og veittust að húsráðanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Hver er helsta ógn mannkynsins í dag?

Spurning vikunnar: Hver er helsta ógn mannkynsins í dag?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ari segist virða gagnrýnina sem hann fær á sig

Ari segist virða gagnrýnina sem hann fær á sig
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni

Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni