fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Benedikt lýsir dónaskap: „Allir höfðu gleymt þessu í lok fundarins nema ég“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 09:13

Benedikt Jóhannesson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir mörgum árum var ég kallaður sem sérfræðingur fyrir þingnefnd vegna lagafrumvarps sem lá þá fyrir. Þingmennina kannaðist ég flesta við, annaðhvort persónulega eða úr fjölmiðlum. Formaðurinn var háttprúður og spurði nokkurra spurninga, en gaf svo öðrum nefndarmönnum orðið. Allir voru málefnalegir nema einn varaþingmaður sem fór að snúa út úr því sem ég sagði.“

Svona hefst pistill Benedikts Jóhannessonar, stofnanda Viðreisnar og fyrrverandi þingmanns og ráðherra, í Morgunblaðinu. Í pistlinum, sem ber yfirskriftina Kurteisir fávitar, rifjar Benedikt upp atvik á fundi þingnefndar fyrir margt löngu þar sem hann mætti dónaskap. Þar kallar Benedikt eftir því að stjórnmálaumræðan hér á landi komist á hærra plan.

Benedikt heldur áfram upprifjun sinni af umræddum þingnefndarfundi.

„Ég átti engra hagsmuna að gæta og lét háðsglósurnar framhjá mér fara. Allir höfðu gleymt þessu í lok fundarins nema ég. Líklega man ég þetta atvik vegna þess að það var undantekning. Alla jafna eru þingnefndarmenn prúðir og yfirvegaðir þegar gesti ber að garði,“ segir Benedikt.

Hann segir að í hans skammvinnu þingnefndarstörfum hafi honum fundist að nefndarmenn hefðu mátt temja sér að vera komnir inn á mínútunni þegar fundurinn átti að byrja. Þá hefðu þeir mátt láta yfirhafnir sínar annars staðar en á stólbök eins og nemendur í framhaldsskóla.

„Á nefndarfundum á formfesta vel við. Hún sýnir virðingu þingmanna fyrir þingnefndinni og gestum sem þangað koma. Þegar fréttamyndir sjást frá nefndarfundum í breska þinginu er kurteisin og yfirvegun það fyrsta sem venjulegur Íslendingur tekur eftir. Allir eru prúðbúnir og karlarnir eru í jakkafötum með bindi, þó að þeir kunni misvel að hnýta þau. Þingmennirnir eru undantekningarlítið vel máli farnir. Þó að þeir spyrji af festu er virðingin í hávegum höfð, án alls hroka. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Benedikt sem vitnar svo í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur á Fávita Dostojevskis þar sem meðal annars er fjallað um enska þingið.

Benedikt segir að stjórnmálaumræðurnar séu vissulega aðalatriðið og eðlilega segi margir að fallegar umbúðir utan um ekki neitt séu lítils virði.

„Væri ekki betri bragur á því að stjórnmálamenn kæmu sér saman um eitthvað skynsamlegt fremur en að hlaða saman uppskrúfuðum skrautyrðum? Jú, en virðingin er þó síst meiri fyrir þeim sem deila út og suður með fúkyrðaflaumi. Enginn getur sagt að stjórnmálahefðin hafi farið á hærra plan við tíst Trumps, eða stefnu Jokos Widodos forseta Indónesíu, sem lætur taka eiturlyfjasala af lífi án dóms og laga. Hvað sem okkur kann að finnast um pólitíkusa almennt, þá er enginn vafi á því að kurteist og snyrtilegt fólk er að öðru jöfnu betri stjórnmálamenn en sóðalegir ribbaldar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi