fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Gengi Icelandair hrapar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi hlutabréfa í Icelandair hrapaði um tæp 4,4 prósent við opnun markaða í morgun. Bréf voru seld á genginu 8,7 en lokagengi á föstudag var 9,1. Miklar sveiflur hafa verið á gengi bréfa í félaginu.

Á aðeins einni viku hafa þau hækkað í verði um 20,67%, en ef litið er til eins mánaðar aftur í tímann nemur hækkunin 10,83%.  Allt önnur mynd blasir við ef þróun síðasta árs er skoðuð, en á þeim tíma hefur gengi bréfa í Icelandair lækkað um 42%. Hlutafjáreigendur hafa því þurft að taka þátt í sannkallaðri rússibanareið sem ekki sér fyrir endann á.

Eins og kunnugt er sleit Icelandair samningaviðræðum við Wow air í gær en til skoðunar var að kaupa félagið í heild sinni eða ákveðnar einingar þess. Að sögn forstjóra Icelandair var fjárhagsstaða Wow air þess háttar að ekki þótti fýsilegt að halda viðræðum áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi