fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Friðþór hvetur fólk til að hugsa áður en það talar: „Enginn ætti að þurfa að hlusta á svona“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég trúi því og vona að fáir leggi það upp að særa með orðum sínum, en margir gera það engu að síður,“ segir Friðþór Ingason, sjúkraliði, þroskaþjálfi og rithöfundur. Friðþór skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann hvetur fólk til að hugsa áður en það talar.

„Að undanförnu hefur mér fundist vera þónokkur vitundarvakning í samfélaginu þegar kemur að orðræðu fólks hvað varðar geðsjúkdóma. Nú virðist fólk vera gagnrýnna á sjálft sig þegar kemur að því að tala áður en það hugsar,“ segir Friðþór sem sjálfur kveðst vera orðinn meðvitaður um orðanotkun sem tengist geðsjúkdómum – ekki bara sem fagmaður heldur einnig sem maður sem greindist með geðsjúkdóm.

Tvö nýleg dæmi

Þrátt fyrir þessa vitundarvakningu segir Friðþór að enn blaðri margir á ónærgætinn hátt án þess að hugsa um einstaklinga sem eru við hlið manns. Þetta einskorðast ekki bara við tveggja manna tal því Friðþór bendir á tvö nýleg dæmi úr opinberri umræðu sem vöktu athygli hans. Dæmin eru bæði úr útvarpsþáttum RÚV vikuna 25. febrúar til 3. mars síðastliðinn.

„Vil ég byrja á þætti morgunútvarpsins á föstudagsmorgun eða laugardagsmorgun þar sem einn viðmælandi er að fara yfir fréttir vikunnar og veðrið. Viðkomandi meðmælandi segir: „Maður er nú orðinn þunglyndur af þessu öllu.“ Ég spurði þá sjálfan mig og svaraði: er viðkomandi ekki að ræða um að hún sé orðinn þyngri eða leið yfir þessu? Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar. Slík tímabundin niðursveifla er í flestum tilfellum eðlileg. Fari sveiflurnar hins vegar að ganga út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða vikum saman, takið eftir vikum saman, er líklegt að um sjúklegt ástand sé að ræða. Slíkt gerist hjá einstaklingum sem eiga við þunglyndi að stríða. Þannig að þið sjáið að munurinn er töluverður.“

Sjúkdómur, ekki lýsingarorð

Friðþór bendir á að þunglyndi sé sjúkdómur en ekki lýsingarorð. Hann kveðst þó gera sér grein fyrir því að þessir viðmælendur og þáttastjórnandi sunnudagssagna með Hrafnhildi meintu ekkert illt eða slæmt; viðmælandinn og þáttastjórinn hafi frekar átt við að eitthvað væri slæmt, brjálæðislegt eða erfitt. Ummælin voru látin falla í samhengi við hrunið fyrir rúmum áratug, segir Friðþór.

„En þarna kemur þá meginmálið, ástandið var ekki geðveikt, það var erfitt, en hinsvegar voru fréttirnar og veðrið ekki að gera þennan viðmælanda í morgunútvarpinu þunglynda og ástandið ekki geðveikt. Ég tel að gott sé að hafa þetta í huga varðandi orðræðu okkar og orðanotkun,“ segir Friðþór og bætir við að frasar eins „Kleppari“ og annað tengt geðsjúkdómum hafi verið áberandi á undanförnum árum. Bendir hann á að orðanotkunin sé ekki rétt en þrátt fyrir það sé hún nokkuð áberandi, til dæmis í umræðuþráðum á netinu, í spjalli milli fólks og öðrum sviðum samfélagsins.

„Þessa orðanotkun heyri ég allavega allt of oft og eins og ég sagði áður, í öllum mögulegum aðstæðum. Ég ætti aldrei að þurfa eða fleiri að heyra þetta, enginn ætti að þurfa að hlusta á svona. Hvort sem þetta er sagt í gríni eða til að reyna að leggja áherslu á orð sín, þá er þessi orðanotkun algjörlega óþörf. Er eitthvað að því að vera með geðsjúkdóm? Hvað er svona móðgandi við það eða brjálæðislegt, jú þessi sjúkdómur er og getur verið ansi erfiður og sár. Þessi orðanotkun á sér nákvæmlega enga réttlætingu. Notum önnur orð úr lýsingarorðabanka okkar Íslendinga,“ segir Friðþór sem hvetur fólk til að hugsa áður en það talar.

„Orð eru notuð eins og tískubylgjur og í raun væri svo auðveldlega hægt að skipta þeim út ef fólk myndi venja sig á að hugsa áður en það talar. Ég trúi því og vona að fáir leggi það upp að særa með orðum sínum, en margir gera það engu að síður. Sumir virðast ekkert spá í hvað þeir láta út úr sér. Mér hefur tekist að uppræta þessa orðnotkun í þessu samhengi hjá sjálfum mér og ég trúi að allir aðrir ættu að geta fetað í mín fótspor.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi