fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Farþegar WOW í London sárir og svekktir – „Ertu að grínast í mér?!“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir farþegar sátu eftir með sárt ennið þegar tilkynnt var með stuttum fyrirvara að ekkert yrði af flugi WOW air frá Gatwick-flugvelli í London til Keflavíkur. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta og vitna þeir í sára og svekkta farþega sem hafa tjáð sig á Twitter.

Fjölmiðlar á borð við Independent, Mirror og The Sun hafa fjallað um málið. Í frétt Independent er fjallað um atburði undanfarinna vikna; fjárhagsvandræði WOW air og árangurslausar viðræður við Indigo Partners og Icelandair Group.

Þá segir að ferð WOW frá Keflavík til London í morgun hafi verið felld niður og í kjölfarið ferð frá London til Keflavíkur.

Mirror birtir nokkur tíst frá óánægðum farþegum sem eru ósáttir við upplýsingaleysi. Berni Smith segir til dæmis að hún hafi átt bókað flug klukkan 10 í morgun en skömmu eftir miðnætti hafi hún fengið smáskilaboð þess efnis að flugið hefði verið fellt niður.

Twitter-notandi, Zack að nafni, segir svo að hann hafi keypt ferð fyrir tveimur mánuðum. Fyrirvaralaust hafi fluginu verið aflýst. „Ertu ekki að grínast í mér?! Hræðileg þjónusta,“ segir hann og bætir við að þetta hefði verið fyrsta ferð hans með WOW. Hann muni aldrei fljúga með félaginu aftur.

Svo virðist vera sem margir hafi ekki haft hugmynd um erfiðleika flugfélagsins. Jason Rabinowitz, sem er nokkuð þekktur fyrir Twitter-færslur sínar um allt er við kemur flugi, hvetur flugfarþega til að fylgjast vel með fréttum af WOW. Þetta gerir hann í færslu á Twitter.

Hér má sjá umræðuna á Twitter í morgun:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Menn ruddust inn í íbúð og veittust að húsráðanda

Menn ruddust inn í íbúð og veittust að húsráðanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Hver er helsta ógn mannkynsins í dag?

Spurning vikunnar: Hver er helsta ógn mannkynsins í dag?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ari segist virða gagnrýnina sem hann fær á sig

Ari segist virða gagnrýnina sem hann fær á sig
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni

Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni