fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ekki hægt að bóka með WOW til Köben og London

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt bókunarsíðu WOW air er lokað fyrir bókanir á allmargar dagsetningar til Kaupmannahafnar og Lundúna næsta mánuðinn. Skilaboðin „Ekkert flug“ blasa við þegar reynt er að fara inn á þessar dagsetningar.

Ekki er óhugsandi að uppselt sé í hluta þessara ferða, en fjöldi þeirra vekur athygli. Þannig er t.d. ekki hægt að bóka flug til Kaupmannahafnar 26. mars, 3. apríl, 5. apríl, 7. apríl, 19. apríl, 27. apríl og 3. maí næstkomandi.

Heim frá sömu borg er ekki hægt að bóka 3. apríl, 5. apríl, 7. apríl, 14. apríl, 19. apríl og 27. apríl. Til Lundúna er ekki hægt að bóka flug með WOW air 31. mars, 1. apríl, 10. apríl, 23. apríl, 25. apríl, 27. apríl, 28. apríl og. 30 apríl. Heim frá Lundúnum er ekki hægt að bóka 31. mars, 1. apríl, 10. apríl, 23. apríl, 25. apríl, 27. apríl, 28. apríl og 30. apríl. Þar koma líka upp skilaboðin „Ekkert flug.“

Rétt er að geta þess að páskarnir eru í apríl, auk þess sem sumardagurinn fyrsti er líka í mánuðinum og má leiða líkum að því að eftirspurn eftir flugi aukist til muna vegna þessa.

Í frétt á vef Túrista kemur fram að ákveðin óvissa sé með flug morgundagsins að minnsta kosti. Þannig gerir áætlun WOW ráð fyrir fjórtán brottförum frá Keflavíkurflugvelli á morgun, þar af eru átta í fyrramálið. Nú sé staðan þannig að eingöngu sé hægt að bóka sæti í fjórar þeirra. Þá er bent á að í ljósi stöðu WOW sé ólíklegt að allir miðar til Amsterdam, Parísar, London og Kaupmannahöfn séu uppseldir.

„Seinni partinn á morgun eiga flugvélar WOW svo að fljúga til fimm borga í Norður-Ameríku auk Tenerife. Núna er aðeins hægt að bóka miða til spænsku eyjunnar og Toronto en ekki til New York, Baltimore/Washington, Boston eða Montreal,“ segir í frétt Túrista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi