fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sauð upp úr í Sprengisandi: „Við getum ekki verið svona barnaleg“ „Hvers konar tal er þetta ?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 17:00

Rósa, Brynjar og Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn,  tókust hart á í Sprengisandi í morgun. Umræðuefnið var haturðsorðræða í tengslum við mótmæli hælisleitenda í liðinni viku og blöskraði Rósu og Hönnu mikið þegar Brynjar líkti því að verða fyrir hatursorðræðu við það að móðgast.

Brynjar segir að menn hafi rétt til að mótmæla. En telur að menn verði að gæta þess hvaða aðferðum sé beitt. Nefndi hann þá sérstaklega þegar mótmælendur hengdu pappakassa á styttuna af Jóni Sigurðarsyni á Austurvelli sem mörgum þótti ósmekklegt.

„Við höfum borið gæfu til þess að byggja hér upp samfélag sem er með þeim frjálslyndari og opnari sem gerist,“ sagði Hanna Katrín sem telur þó að umræðan um mótmælin og stöðu hælisleitenda einkennist oft af hatri.

Rósa Björk tók undir það og benti á að lögregla beitti í fyrsta sinn piparúða á mótmælendur, síðan í kringum hrunið, og lét hún að því liggja að það væri vegna þess að mótmælendur væru af erlendu bergi brotnir.

„Það er alveg rétt að það hafi alltaf verið undirliggjandi rasismi á Íslandi eins og annars staðar.“

Rósa telur þó að það að viðra rasískar skoðanir og athugasemdir á opinberum vettvangi, það sé nýtt af nálinni. „Það er svolítið nýtt og kannski ljótara og grófara heldur en við höfum verið að sjá.“

„Það er hér starfandi útvarpsstöð sem hefur fengið á sig dóma og verið kærð til Hæstarétt að mig minnir fyrir niðrandi umræður. Einhver staðar verðum við að stoppa einhvers staðar verðum við að draga línuna. […] Tjáningarfrelsi fylgir ábyrgð.“

Sá staður á Ásbrú þar sem hælisleitendur dvelja er, samkvæmt Rósu Björk, mjög afskekktur og hælisleitendur upplifa sig einangraða.

„Tveir hælisleitendur á Ásbrú hafa reynt sjálfsvíg á síðustu vikum til að mótmæla sínum aðbúnaði.“

Rósa Björk segir að nú hafi verið lagt af stað í vegferð að þrengja útlendingalögin. „Viljum við það, er sátt um það? Þrengja réttindi þeirra sem leita hingað eftir alþjóðlegri vernd?“ Hún veltir því upp hvort fyrirhugaðar breytingar á meðferð hælisumsókna, þar sem standi til að flýta fyrir ferlinu, sé ætlað að koma í veg fyrir að hælisleitendur festi rætur á Íslandi.

„Er það markmiðið að koma í veg fyrir að fólk festi hér rætur með börn sín og fjölskyldu?“

Þessu var Brynjar ekki sammála: „Bíddu það eru ákveðnar reglur og lög í gildi og spurningin er sú um að afgreiða umsóknir og málefni fólks eins hratt og auðið er. Það er auðvitað bara eðlilegt, annað væri bara fráleitt. “ Hann segir að ekki sé verið að tala um að loka landamærum Íslands alfarið.

„Bara einhverjar takmarkanir. Að það sé ekki hvers sem er að koma hingað inn sem hefur ekki atvinnu, ekki húsnæði. […] Við getum ekki verið svona barnaleg. Það er voðalega fallegt að segja svona, en þetta er ekki raunhæft.[…] Flóttamenn í dag eru með snjallsíma, þeir vita allir hvað er að gerast.“

Rósa Björk spurði þá á móti hvort Íslands sé ekki aðili að alþjóðlegum samningum um frjálsa för fólk. „Þetta er útúrsnúningur Rósa“ svaraði Brynjar þá um hæl.

Rósa sagðist hafa orðið fyrir áfalli þegar hún varð vitni að aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum þegar kom til beitingar piparúða. „Áfall fyrri mjög marga að sjá harðræði beitt gagnvart þessum hóp.“ Hún minnir einnig á að hælisleitendur eru jaðarsettur hópur.

Brynjar benti á að útlendingalögum var breytt fyrir ekki svo löngu síðan.

„Nýbúið að setja þessi lög. Tala um að við þurfum að móta okkur stefnu og horfa til framtíðar, við erum nýbúin að því. Ég skil ekki þessa umræðu.“

Þá bendir Hanna á frumvarp dómsmálaráðherra þar sem til stendur að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. „Þarna er verið faktískt að ganga lengra en gert er annars staðar.“

„Gert vissulega í nafni aukins tjáningarfrelsis en það er mjög auðvelt að færa rök fyrir því að þetta vegi gegn tjáningarfrelsi.“

„Þegar fólk býr við ótta af því að það er kerfisbundin hatursorðæða gegn þessum hópum, þessu fólki, einstaklingum. Þá dregur það úr getu einfaldlega, því ótti getur haft lamandi áhrif, þá dregur það úr getu þessara sömu hópa til að tjá sig“

Þessi rök átti Brynjar bágt með að skilja.

„Ég skildi ekki eiginlega orð sem Hanna Katrín var að reyna að segja. Menn eru svolítið að snúa hlutunum á haus. Þetta er orðin spurning um tjáningarfrelsi annara að þú megir ekki segja eitthvað við þá? […] Íslenskir dómstólar túlka þetta[hatursorðræðu] of rúmt. Við erum að beita refsingum. Það er ekki til þess fallið að valda einhvers konar árásum á viðkomandi hópa eða eitthvað slíkt heldur bara einhver almenn umræða sem getur auðvitað verið móðgandi en það á ekki að þurfa að refsiverndar að mínu viti.“

Hanna Katrín og Rósa reiddust við þessi ummæli Brynjars sem Hanna kallaði :„Óboðleg smættum að þú sért að tala um þetta sem að fólk sé að móðgast. Óboðlegt. Veistu fyrirgefðu en þetta er það.“

Brynjar svaraði þá: „Ykkur er alltaf svo misboðið ef einhver er ósammála ykkur, ég er bara að segja mína skoðun þú getur verið ósammála henni.“

Þarna voru allir farnir að tala hvert ofan í annað og öllum heitt í hamsi. Brynjar þurfti að hækka röddina töluvert til að fá orðið aftur.

„Ég er bara að segja það, ef ég fæ að komast að, sko menn eru alltaf að tala um mikilvægi tjáningarfrelsis. Svo alltaf ef kemur eitthvað að mér eða mínum þá má takmarka það,“ sagði Brynjar þá og sagði að til þess að að um hatursorðræðu sé að ræða þurfi að hans mati að að vera sannanlegt tjón eða hvatt til ofbeldisverka gegn tilteknum hópum einhvers konar hætta búin. Það sé ekki hatursorðræða þó einhverjum sárni.

„Menn eru búnir að túlka þetta svo rúmt að tjáningarfrelsið hefur bara orðið undir. Það er það sem ég er að segja.“

Rósa svaraði þá : Að smætta þetta og gera samasemmerki á milli haturs og andúð og að það sé verið að pirra einhvern eða stríða, það er bara óboðleg umræða og mér finnst ekki i lagi að tala um þetta á þennan hátt.“

„Það eru ýmsir hópar sem fá einhvers konar móðgun á sig,“ sagði Brynjar en Rósa greip frammi í „Móðgun ? Við erum að tala um hatursumræðu!“

Brynjar spyr þá hvað hatursorðræða sé og nefndi að sumir menn og hópar verði bara að sætta sig við ummæli gegn sér. Nema verið væri að hvetja til árása.

Hanna spurði þá : „Hvers konar tal er þetta ??“

Mikill hiti var þarna kominn í umræðuna og þrímenningarnir héldu áfram að deila um tjáningarfrelsið og hatursumræðu allt þar til þáttastjórnandi tilkynnti að tíminn væri þrotinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“