fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðni gagnrýnir Gísla Martein: Stundum minnirðu á Jón sterka – ,,sástu hvernig ég tók hann?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, gagnrýnir þáttinn Vikan með Gísla Marteini, Baldurssyni fyrir umfjöllun þeirra um íslensku sauðkindina í gær. Þetta kemur fram í grein hans í Morgunblaðinu.

„Skemmtifélag Gísla Marteins Baldurssonar hefur enn komið saman í vikulokin þar sem hláturinn, hið góða meðal sálarinnar, fékk útrás og svo voru felldir hálærðir dómar af léttúð um málefni sem kallað er mesta vá heimsins. Það er að segja hvernig sýklalyfjum er úðað í fóður dýra og sprautað í dýrin.“

Guðni var lítt hrifinn af umræðu þáttarins, og ekki var hann hrifnari af gestum Gísla.

„Gísli Marteinn! Þér finnst þessi útvaldi hópur þinn rosa skemmtilegur á föstudögum og oft er hann það. En stundum minnirðu á Jón sterka – ,,sástu hvernig ég tók hann?“.

Hann segir Helga Seljan ekki hafa birst honum sem rannsóknarblaðamaðurinn sem geri fréttaskýringaþáttinn Kveik, frekar hefði hann hagað sér eins og hann væri á leiðinni á ball.

„Og svo sat Arnþrúður Karlsdóttir þarna eins og friðardúfa og hló líka á kostnað læknavísindanna.“

Áhyggjuefni Guðna er, sem áður, sýklalyfjaónæmi sauðkinda og innflutningur á erlendu kjöti til Íslands, en hann hefur  mikið talað gegn því að slíkur innflutningur verði heimilaður, helst ætti að banna hann með öllu.

„Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er annar klúbbur, þar sitja ekki viðhlæjendur sem klóra hver öðrum svo hláturgusurnar ganga yfir hlustendur eins og hjá Gísla mínum Marteini. Nei, þar eru læknar og vísindamenn sem biðja börnum framtíðarinnar griða og þessi alheimslögregla heilbrigðismálanna krefst aðgerða gegn sýklalyfjaóþoli og segja að verði ekki brugðist við muni þessi ógn, sprottin upp undan græðgi lyfjamafíunnar og verksmiðjubúa í kjötframleiðslu, valda fleiri dauðsföllum en krabbamein eftir 50 ár.“

Sjá einnig: Guðni varar Íslendinga við

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Í gær

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Í gær

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“
Fréttir
Í gær

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“