fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2019 15:20

Mynd: David Mark/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þókunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum á hverju ári. Lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir er meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu en tilefnið eru niðurstöður fyrrnefndrar rannsóknar. Fyrstu niðurstöður hennar voru kynntar í dag á fundi sem Ferðamálastofa stóð fyrir í samvinnu við Íslenska Ferðaklasann.

Rannsóknin var unnin á vegum Ferðamálastofu af Rannsóknasetri verslunarinnar og niðurstöðurnar kynntu Árni Sverrir Hafsteinsson og  Aron Valgeir Gunnlaugsson.

Minnst er á það að ferðaþjónustuaðilar á Íslandi, líkt og á heimsvísu, selji stóran hluta afurða sinna í gegn um bókunarþjónustur (e. Online Travel Agencies, OTAs). Nær allir gististaðir hérlendis nýta bókunarþjónustur að einhverju marki þó hlutfallið sé ólíkt á milli gististaða. Þá eru viðhorf rekstraraðila gististaða til bókunarþjónusta einnig mjög ólík.

Í tilkynningunni er bent á að stöðluð þóknunargjöld bókunarþjónusta í gististarfsemi liggi á bilinu 15 prósent og upp í 20 prósent, þó dæmi séu um að stærstu hótelkeðjur njóti betri kjara. Eins og sést á þessum tölum er um að ræða töluverða hagsmuni fyrir íslenska ferðaþjónustu en þóknunargjöld gististaða til bókunarþjónusta nema milljörðum á hverju ári.

„Lágmarksverðkvaðir (e. Price Parity Clauses) eru í samningum á milli gististaða og bókunarþjónusta og kveða á um að ekki megi bjóða lægra verð annarsstaðar en hjá bókunarþjónustunni. Gististöðum hefur verið refsað fyrir að brjóta lágmarksverðkvaðir, meðal annars í sýnileika í leitarniðustöðum,“ segir í tilkynningunni.

Þá er bent á að lítið gegnsæi sé í þeim algrímum sem bókunarþjónustur nýta til að raða gististöðum í leitarniðurstöðum og taka því margir rekstraraðilar ekki eftir því ef gististað þeirra er refsað.

„Á sama máta og gististaðir kappkosta að vera sem sýnilegastir á bókunarsíðunum, kappkosta bókunarsíðurnar að vera sem sýnilegastar í leitarvélum á netinu. Af þessum sökum hafa bókunarþjónustur gríðarlegan kostnað af leitarvélabestun og kaupum á leitarorðum á leitarvélum eins og Google.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi