fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 22. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Rúnar Bjarnason er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir ofurmaraþonið Spartan Ultra Beast sem haldið verður í Frönsku Ölpunum í júlí. Davíð er yfirþjálfari hnefaleika í Hnefaleikafélagi Reykjavíkur/Mjölni, ásamt því að sjá um einka- og hóptíma í World Class. Hann segir í samtali við DV að hann æfi sig mikið á hverjum einasta degi og oftast meira en einu sinni á dag. Í maraþoninu mun hann taka þátt í yfir 60 þrautum sem innihalda meðal annars það að skríða undir gaddavír upp brekku, Burpees-æfingar og að bera 30 kílóa tunnu fulla af steypu. Davíð hefur nú þegar fengið styrktaraðila sem bera kostnaðinn af þátttöku hans í maraþoninu en einnig tók hann þá ákvörðun að vilja láta gott af sér leiða.

„Ég ætla að þekja bakið á æfingabolnum mínum fram að keppni með merkjum frá þeim fyrirtækjum sem vilja taka þátt með peningagreiðslu. Peningurinn rennur allur óskiptur til Fanneyjar Eiríksdóttur og hennar fjölskyldu en hún berst við krabbamein. Hún á eiginmann og tvö ung börn og þrautseigjan í henni er engu lík verandi í þessum sporum.“

Segist Davíð koma fyrir um það bil 20 merkjum frá fyrirtækjum á bakið en þó vilji hann reyna að safna sem mestu fyrir fjölskylduna. Hann hefur því stofnað styrktarreikning á sínu nafni sem mun renna óskiptur til Fanneyjar: Rkn.0140-26-552500 og kt.050589-2269. Þá biður hann fyrirtæki sem taka vilja þátt í verkefninu með sér að hafa samband við sig á netfanginu: davidboxari@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Í gær

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Í gær

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“
Fréttir
Í gær

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“