fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2019 14:15

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldraður ættingi Birgis Guðjónssonar, læknis,  sem býr úti á landi þurfti að bíða í tvo daga eftir að fá samband við heimilislækni vegna veikinda. Annar ástvinur hans mátti flakka á milli geymslustaða í 7 mánuði áður en hann fékk varanlegri vistun á hjúkrunarheimili. Þetta kemur fram í pistli Birgis í Morgunblaðinu.

„Margt hef ég séð og heyrt en hrökk við þegar ég frétti að öldruðum ættingja í þorpi úti á landi sem reyndi að ná til heimilislæknis síns vegna veikinda var sagt að hann mætti hringja eftir tvo daga, ekki fyrr. Hvar gæti verið lengri biðtími eftir einföldu símtali?“

Birgir segir að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, virðist telja að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé eitt hið besta í heimi og orðið enn betra undir hennar stjórn. Því séu þó ekki allir sammála. Birgir rifjar svo upp orð Sigurðar Guðmundssonar, fyrrverandi landlæknis, sem hann lét falla á RÚV fyrir skömmu, þar sem Sigurður segir heilbrigðiskerfið bregðast öldruðum.

„Manni rennur til rifja hvernig við komum fram við aldrað fólk. Þetta er fólkið sem er fætt um og fyrir miðja síðustu öld. Þetta er fólkið sem bjó Ísland til eins og það er núna sem við erum að græða á og njóta en okkur tekst ekki þegar á bjátar og ekki síst þegar fólk er með langvinna erfiða sjúkdóma sem versna hægt. Þar stendur heilbrigðisþjónustan sig ekki nægilega vel,“ sagði Sigurður.

Birgir á ástvin sem er langt leiddur af alzheimer-sjúkdómnum. Þrátt fyrir að vera með alzheimer og þar að auki mjaðmaliðsbrotinn beggja vegna þurfti ástvinurinn að hýrast á mismunandi geymslustöðum í ríflega sjö mánuði áður en hann komst að hjá hjúkrunarheimili. Það er því ekki að furða að Birgir spyrji sig:

„Hvað þyrftu mörg fleiri bein að brotna til viðbótar í slíkum tilfellum til að stytta biðtíma?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Í gær

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Í gær

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“
Fréttir
Í gær

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“