fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hátt fall bauna

Fréttir

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingar hafa ýmsar afleiðingar í för með sér en á Mount Everest, hæsta fjalli jarðar, eru sífellt fleiri lík að koma fram í dagsljósið. Talið er að um 300 einstaklingar hafi látist við að reyna að klífa fjallið, en af þeim er talið að um 200 séu enn á fjallinu.

„Vegna loftslagsbreytinga og bráðnunar íshellunnar og jökulsins eru lík þeirra sem hafa látist á fjallinu að verða sýnileg,“ segir Ang Tshering Sherpa, fyrrverandi forseti Félags fjallaleiðsögumanna í Nepal, í samtali við BBC.

Að undanförnu hefur staðið yfir vinna við að fjarlægja lík á því svæði fjallsins sem tilheyrir Kína. Sumir þessara einstaklinga létust fyrir áratugum síðan.

Í frétt BBC er vísað í rannsóknir sem hafa sýnt að talsverð bráðnun íss hefur átt sér stað á Everest-svæðinu á undanförnum árum og áratugum.

Frétt BBC

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona á fimmtugsaldri lést eftir neyslu á listeríusmituðum laxi

Kona á fimmtugsaldri lést eftir neyslu á listeríusmituðum laxi