fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

FréttirPressan

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Campbell, 16 ára, sem hefur verið sakfelldur fyrir að myrða Aleshu MacPhail, sex ára stúlku, játaði brot sín í þinghaldi til ákvörðunar á refsingu hans. Campbell var dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun þurfa að afplána að lágmarki 27 ár.

Á meðan á réttarhöldunum yfir Campbell stóð neitaði hann að hafa banað Aleshu. Það kom því á óvart við ákvörðun refsingar þegar lögmaður hans greindi frá því að Campbell hefði gengist við brotum sínum.

Dómarinn sagði að Campbell hefði sýnt yfirgengilegan hroka og harðýðgi við réttarhöldin og gengist undan ábyrgð þrátt fyrir yfirgnæfandi sönnunargögn sem bentu til sektar hans. Til að mynda hafði erfðaefni Campbells fundist bæði á líkama Aleshu sem og fötum.

Lögmaður Campbells greindi einnig frá því að Campbell hefði mörg einkenni andfélagslegs persónuleika og viðurkenndi að hann hefði aldrei á sínum ferli þurft að takast á við sambærilegt mál. Hann benti á að ungur aldur Campbells gæti torvelt ákvörðun refsingar. Campbell væri aðeins 16 ára gamall og því ekki orðinn fullorðinn. Það væri því einnig erfitt að meta líkur á því að hann bryti aftur af sér.

Dómarinn í  málinu aflétti fjölmiðlabanni og heimilaði að nafn Campbells  yrði gert opinbert. Mér dettur ekkert annað mál sem á undanförnum árum hefur vakið upp jafn mikinn viðbjóð, sagði dómarinn þegar fjölmiðlabanninu af aflétt.

Kvöldið sem Campbell myrti Aleshu hafði hann haldið partý heima hjá sér og var töluvert drukkinn.  Hann sendi skilaboð til föður Aleshu og kærustu hans í von um að kaupa af þeim kannabis.  Þegar hann fékk enginn svör frá þeim hélt hann af stað í átt að húsi þeirra vopnaður hníf.  Hann nam síðan Aleshu á brott, bar hana síðan með sér á afvikinn stað þar sem hann nauðgaði og drap hana. Alesha hlaut 117 áverka á litlum líkama sínum, og samkvæmt réttarmeinafræðingi voru áverkar á kynfærum hennar þeir verstu sem hann hefði séð.

Dómarinn kallaði brot Campbells „Viðurstyggilegustu og verstu glæpi sem dómurinn hefði nokkru sinni þurft að taka fyrir.“

Frétt BBC 

Frétt Metro

Sjá einnig: 

16 ára piltur handtekinn vegna morðsins á Alesha MacPhail

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bræður (og systur) munu berjast

Bræður (og systur) munu berjast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband sýnir Trump skemmta sér með dæmdum kynferðisafbrotamanni: „Sjáðu hana, þarna fyrir aftan… Þessi er heit“

Myndband sýnir Trump skemmta sér með dæmdum kynferðisafbrotamanni: „Sjáðu hana, þarna fyrir aftan… Þessi er heit“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki
Fyrir 4 dögum

Maríulaxinn veiddist við erfiðar aðstæður

Maríulaxinn veiddist við erfiðar aðstæður