fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Búið að koma skipinu í tog: Mikill leki kom að vélarrúmi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2019 14:28

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip hafa verið kölluð út eftir að tilkynnt var um leka í skipinu Degi eftir hádegi í dag. Skipið var statt um fimm mílur vestur af Hafnarfirði þegar hjálparbeiðni barst.

Í frétt RÚV kemur fram að fimm séu um borð í skipinu og hafa þeir komið vatnsdælum í gang um borð. Haft er eftir Jónasi Guðmundssyni hjá Landsbjörgu að björgunarbátur væri kominn að skipinu. Sagði hann mestar líkur á að hægt yrði að komast fyrir lekann.

Tilkynnt var um lekann rétt fyrir klukkan 14. Björgunarskip og bátar voru sendir frá höfuðborgarsvæðinu auk björgunarskips frá Keflavík.

Frétt uppfærð klukkan 15:09

Í tilkynningu sem Jónas Guðmundsson sendi frá sér fyrir hönd Landsbjargar kemur fram að áhöfn hafi tekist að stöðva lekann og hafi síðan unnið að því að gangsetja skipið. „Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar,“ segir í tilkynninguna.

Þá segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar að þyrla Gæslunnar hafi verið komin á vettvang klukkan 14. Mikill leki hafði komið að vélarrúmi skipsins sem er togskip.

„Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Í gær

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Í gær

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“
Fréttir
Í gær

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“