fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íslenskur karlmaður seldi eignir fyrrverandi: „Þarft enga löggu eða vesen“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður 750 þúsund krónur þar sem seldi eignir hennar eftir að hún flúði í Kvennaathvarfið. Konan lagði fram lista yfir 207 hluti eða eignir sem maðurinn var sagður hafa selt. Hann afhenti þó 41 þeirra en eftir stóð talsvert magn muna, svo sem sjónvörp og stór heimilistæki.

Í dómi er vitnað í smáskilaboð sem maðurinn sendi konunni eftir að hún flúði í Kvennaathvarfið ásamt börnum þeirra. Í fyrstu skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Hef ekkert heyrt frá þér líka varðandi dótið þitt hvort þú vilt fötin þín. Ég verð þá að láta fara með þau í Rauða Krossinn.“

Í næstu skilaboðum stefnda kemur fram: „Komdu og spjöllum og taktu föt. Kl. 16 í dag fara þín föt í Rauða Kross gáminn hérna ef þú vilt þau ekki.“ Í þriðju skilaboðunum kemur meðal annars fram; „Er mjög til í að þú kíkir á mig í kvöld eða morgun og ég hjálpa þér að fylla bílinn. Þarft enga löggu eða vesen. Vil að börnin hafi e-h og þú átt dót og snyrtidót. Eina sem ég bið um í staðinn er stutt spjall yfir kaffi og að fá að kveðja börnin á facetime fyrir háttatíma á morgun.“ Í fjórðu skilaboðunum kemur fram: Ok. Þú vilt þá ekkert dót? Alltílagi sko en mig langar að kveðja börnin. … Þú dílar við mömmu um dótið og framhaldið.“

Stuttu síðar sá konan svo eignir sínar auglýstar á Facebook. „Stefndi auglýsir til sölu ýmsa muni, meðal annars ilmvötn fyrir konur, kvenmannsveski og snyrtivörur. Þá liggja fyrir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem vinkona stefnda auglýsir til sölu ýmsa muni sem stefnandi upplýsti fyrir dómi að væru hennar munir, en meðal þeirra voru sömu munir og stefndi hafði áður auglýst. Þá liggja fyrir útprentanir af Facebook-síðu núverandi sambýliskonu stefnda, þar sem auglýst er til sölu fyrir norðan, þar sem stefndi býr nú, fatnaður og skartgripir sem stefnandi kveður sína, og hafi hún sjálf gert einhverja þeirra skartgripa,“ segir í dómi.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að óumdeilt væri að hluti eigna konunnar hafi orðið eftir hjá manninum. Sala eigna hennar var staðfest af vitni og því þótti ljóst að maðurinn hafi ekki selt munina í góðri trú. Hann var því dæmdur til að greiða 750 þúsund krónur, helming þeirra upphæðar sem konan fór fram á. Honum var enn fremur gert að greiða 868.000 krónur í málskostnað í ríkissjóð.,

Hér má lesa dóminn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi