fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Segir Jón Gnarr sýna nasistum fordóma: „Mögulega fordómafyllsta tíst sem ég hef séð“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jón Sigmundsson, rafvirki af Akranesi, gagnrýnir Jón Gnarr, listamann og fyrrverandi borgarstjóra, harðlega á Twitter. Benedikt hefur farið mikinn á Twitter undanfarið og deilt hart við marga um hvort hryðjuverkamaðurinn í Nýja-Sjálandi hafi verið hægrisinnaður eður ei. Hann telur svo ekki vera. Ummæli Benedikts hafa vakið mikla athygli á Twitter og hafa þar verið mjög umtöluð.

Benedikt fordæmir nú Jón Gnarr fyrir tíst sem hann telur fordómafullt. Jón birtir mynd af áróðursriti nýnasista sem DV fjallaði um fyrr í dag og skrifar: „Svona ímynda íslenskir nasistar sér að þeir líti út. En svo í raunveruleikanum eru þeir feitlagnir miðaldra menn sem klæða sig einsog þeir séu 25 ára, stoppuðu í þroska þegar þeir voru 17 og hafa sjaldnast þessi jöfnu arísku hlutföll í andliti.“

Sjá einnig: Nýnasistar sækja í sig veðrið á Íslandi – Boða aðgerðir: „Hálfgert áróðursstríð í Reykjavík“

Benedikt telur að þarna afhjúpi Jón fordóma sína. „Hér talar fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík með aldurs- og fitufordómum um einhvern hóp í samfélaginu sem ég vissi ekki einu sinni að væri til, hvað þá að hann væri fjölmennur. Þetta er mögulega fordómafyllsta tíst sem ég hef séð hér á forritinu,“ skrifar Benedikt og er ekki skemmt. Hann ítrekar að hann sé þó ekki sjálfur nasisti.

Jón deilir sjálfur tísti Benedikts og í athugasemdum þvertekur Benedikt fyrir það að vera sjálfur nasisti. Jökull Sólberg Auðunsson forstjóri skrifar þar: „Stundum afhjúpa þeir sig sjálfir. Unaður að horfa upp á þetta self own.“

Því svarar Benedikt: „Ertu að kalla mig nasista? Bwahaha, bullið í ykkur ríður ekki við einteyming. Þið eruð svo miklir hræsnarar. Það má ekkert segja um ykkur eða ruglið sem þið trúið á, það fólk er sko rosalega slæmt fólk. En þið hafið þó mun rýmri heimildir þegar ykkur hentar. Hræsnin er stórkostleg.“

Benedikt birti ummæli undir frétt DV þar sem hann sagði:

„Ég er ekki á nokkurn hátt að tala gegn gagnrýni á nasista, það eru útúrsnúningar og blaðamaður DV veit það vel. Ég mun sjálfur taka undir alla svoleiðis gagnrýni enda nasismi ein versta helstefna seinni ára. Það sem ég er að benda á er að við getum ekki handvalið hvaða hópa má smána en verið svo rosalega móðguð ef hópur sem er okkur þóknanlegur fær sömu meðferð. Ef það er samfélagslega samþykkt að smána einn hóp (nasista í þessu tilfelli) er það þá samfélagslega samþykkt að smána aðra hópa? Ætlar einhver að halda því fram að sama umburðalyndi væri til staðar ef einhver myndi kalla konur feitar, transfólk feitt osfr. Auðvitað ekki. Við verðum að vera samkvæm sjálfum okkur. Það er mikill tvískynnungur að finnast í lagi að nota fitufordóma á suma hópa en ekki aðra. Ég var bara að benda á þennan tvískynnung en ekki að verja nasista eins og sú mynd sem dv og fleirri reyna mála upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Í gær

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Í gær

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“
Fréttir
Í gær

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“