fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Vilhjálmur gáttaður á SA: Stefnir í hörðustu átök í áratugi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 10:14

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, segist ekki skilja á hvaða vegferð Samtök atvinnulífsins (SA) eru. Segir hann að SA hafi ekki sýnt neinn vilja til að semja. Minnir hann á að aðeins þrír sólarhringar eru þar til verkfallshrina hefst á hótelum og hjá hópferðabílstjórum á höfuðborgarsvæðinu.

Veit almenningur af þessu?

„Ég er ekki viss að um að almenningur og atvinnurekendur almennt viti af því að nánast ekkert samtal hefur verið við þau stéttarfélög sem eru að hefja verkföll eftir 3 sólarhringa eða sem neinu nemur á liðnum vikum. Þrátt fyrir að það sé búið að blasa við Samtökum atvinnulífsins um allanga hríð að verkfallshrinan myndi hefjast af fullum þunga 22. mars,“ segir Vilhjálmur.

Hann kveðst í færslu á Facebook-síðu sinni ekki skilja af hverju fulltrúar SA séu ekki spurðir hvers vegna ekki er verið að reyna ná samningum við viðkomandi stéttarfélög.

Hafa ítrekað hafnað hugmyndum SA

„Það er hins vegar mikilvægt að allir átti sig á því að ástæðan fyrir því að Samtök atvinnulífsins hafa ekki viljað ræða við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Grindavíkur er að þessi félög hafa ítrekað hafnað öllum hugmyndum SA um róttækar vinnutímabreytingar sem myndu klárlega leiða til kjaraskerðingar fyrir hluta af okkar félagsmönnum,“ segir Vilhjálmur sem er hugsi yfir því að fulltrúar SA hafi hafnað viðræðum nema stéttarfélögin samþykki að ræða „róttæka réttindaeftirgjöf“ meðal félagsmanna.

„Nú er það orðið ljóst að okkar mati að Samtök atvinnulífsins hafa ekki nokkurn vilja til að semja nema á sínum forsendum, forsendum sem byggjast á því að verkafólk greiði að hluta sjálft fyrir sínar launahækkanir með umræddri réttindagjöf til atvinnurekenda.“

Vilhjálmur segir að slíkt komi ekki til greina. „Og því undirbúum við okkur undir ein hörðustu verkafallsátök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði um áratugaskeið.“

Verkfall hinum megin við hornið

Vilhjálmur segir að ábyrgð fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sé algjör hvað varðar stöðuna sem upp er komin, „enda hafa Samtök atvinnulífsins ekki gert tilraun til að leysa deiluna við þau stéttarfélög sem eru á leið í verkfall.“

Hann bendir svo á að SA hafi verið upptekin síðustu vikurnar að ræða við stéttarfélög sem eru komin mun styttra á veg hvað varðar verkfallsátök en VR og Efling. Vilhjálmur endar pistilinn á þessum orðum:

„Það er rannsóknarefni hví í ósköpunum SA menn hafa ekki reynt að leysa deiluna við þessi félög, enda verkfall hjá þessum félögum hinu megin við hornið ef þannig má að orði komast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Í gær

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Í gær

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“
Fréttir
Í gær

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins

Myndband: Er þetta fljúgandi furðuhlutur á Reykjanesinu? Sævar Helgi er efins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?

Borgar United fimm milljónir fyrir Bale?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“